Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 16
16 ERIk PETERSEN fékk það 26. janúar eins og á það er skrifað). Þar er til þess mælzt, „að frumritið verði, áður en það verði sent í ævintýraferðina, borið vandlega saman við“ útgáfu Ungers. A það er litið sem „sann- gjarna lágmarkskröfu vísindanna", að þessi samanburður verði gerður, „áður en handritinu verði stofnað í hinn margháttaða liáska ferðarinnar". „N.“ virðist ekki hafa verið ljóst, hve skannnt var til útlánsins né heldur, hvert var eðli og umfang þess verks, er liann lagði til, að unnið yrði. „Sýningarhúmbúk“ er hið óblíða nafn, er hann gefur Chicago-áætluninni, og hann sleppir ekki að rninna enn á, að Konungsbókhlaðan þorði ekki að lána handritið til Christianíu, þegar Unger hugðist gefa það út. Hvort tveggja það atvik, að fjallað hafði verið um málið í norskum blöðum, og sú staðreynd, að efni Flateyjarbókar er svo ntjög tengt sögu Noregs, hefur orðið til þess, að ég hygg, að Chr. Bruun kaus að birta í Noregi rækilega greinargerð um málið. Morgenbladet birti 31. janúar á forsíðu grein, er hann hafði skrifað 27. sama mánaðar. í sannleika sagt segir Bruun, að „safninu hafi verið ljóst, að fara hafi orðið með gát í máli þessu og því hafi það leitazt við að mæla gegn útláninu eða takmarka það sem mest“. Bruun nefnir til mörg rök, er hann hafi fært fram við stjórnina til þess að fá hana til að neita að lána Flateyjarbók, m.a. það, að safnið hafi neitað að lána hana til vísindalegra afnota í Christianíu, og til þess að verða ekki minni maður en Werlauff, er vakir yfir fjársjóðum safnsins, bætir Bruun við í athugasemd m.a., að „mögulegt sé, að veitt hefði verið heimild til lánsins, ef hin konunglega norska ríkisstjórn hefði knúið fast á um það við hina konunglegu dönsku ríkisstjórn". Bruun reynir útfrá orðinu „sýningarhúmbúk" að sýna, hvað hann telji, að Ameríkumönnum „hafi gengið til“, þegar þeir báðu urn Flateyjarbók: „Staða málsins er nefnilega sú, að rnargir í Ameríku telja það tilbúning einn, að norrænir menn hafi verið komnir til Ameríku um 500 árum á undan Christofer Columbusi og hvorki vísindaleg verk um það mál né ljósprentanir handrita fá sannfært þá til fulls um sannleik frásagnanna. Því er komin fram ósk um að geta lagt frarn einn af frumvitnisburðunum, sem til eru um þessar ferðir, og þá verið bent á Flateyjarbók, er skrifuð var 100 árum áður en Columbus kom til Ameríku; með því að leiða Ameríkumönnum fyrir sjónir þessa gömlu bók, væntu þeir þess, að e.t.v. væri loks hægt að færa þeim heim sanninn um þessa sögulegu staðreynd." Þótt Bruun sé greinilega andvígur útláninu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.