Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 17
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 17 hefur hann hér varpað Ijósi á rnálið, er gefur því vissa merkingu: Hér geta Ameríkumenn með eigin augum séð sögu sína skjalfesta. — Auðvitað má um það deila, hve rétt þetta sjónarmið sé, eins og um hitt, tímann og lilefnið — Ameríkufund Columbusar, hvort það væri það bezta, er hægt væri að hugsa sér. Þegar að kvöldi sama dags var greint frá greinargerð Bruuns í Aftenposten, og tveimur dögum síðar (2. febrúar) kveður „N“ sér enn hljóðs, í það sinn sem „N.N.“, og aftur nafnlaust, „því að hér skipti það rnáli ... að rökin séu ekki metin eftir mælandanum, heldur einungis eftir þeirri heilbrigðu skynsemi og viti, er í þeim felst“. Ekkert nýtt kemur fram í þessari grein, nema ef væri í þeirri hófsemi, er gætir í orðalagi hans fyrir áhrif frá greinargerð Bruuns, að líta verði á lánið „einna helzt frá því sjónarmiði, að það sé sýningar-húmbúk“.23 Enn ein grein náði fram að koma, áður en framvinda málsins batt endi á umræðuna. Natonaltidende birti 7. febrúar lesanda- bréf, undirritað „Deres ærbödige Abonnent“ [Yðar auðmjúkur áskrifandi], þar sem einkum var dvalizt við þau áhrif, er það hefði á amerískan almenning að sjá Flateyjarbók nreð eigin augum. Um það segir auðmjúkur áskrifandi: „aðstaðan til nákvæmrar skoðun- ar þessarar eldgömlu bókargersemi hlýtur að verða mjög tak- mörkuð, ef hægt á að vera að gæta hennar, já einkum ef hún verður höfð til sýnis undir gleri í læstu borði“. Um heimildargildið, sem það hafi að setja frumritið á sýningu, segir áskrifandinn og vitnar til útgáfu Reeves, að „maður skyldi ætla, að hinir vantrúuðu Ameríkanar mundu fremur láta sann- færast af rækilegri greinargerð eftir þeirra eigin fræðimann, er nákvæmar ljósmyndir af texta Flateyjarbókar væru látnar fylgja, en af því að leiða bókina lauslega sjónum, en við það gætu þeir naumast sannreynt, að bókin væri ósvikin". Áskrifandanum finnst í rauninni, að fylgja verði vottorð frá Konungsbókhlöðu, svo að Ameríkumenn geti treyst því, að hér sé raunverulega verið að sýna sjálfa Flateyjarbók, en þó þykir enn betur til fallið, að safnið staðfesti með vottorði, að útgáfa Reeves sé raunverulega gerð eftir Flateyjarbók. Þótt í hinni opinberu umræðu kenndi stundum nokkurrar 23 Fram kemur ennfremur í greininni, aðþað var „N.N.“, sem hafði — einnig nafnlaust — sent umrædda úrklippu til Bruuns. Skáletrunin er mín. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.