Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 24
24 ERIK PETERSEN Þá var í bókstaflegum skilningi lestin farin, gufuskipið siglt og útlánsmálið strandað. Til að varna því, að nokkur í menntamálaráðuneytinu skyldi harma hversu komið var, sendi utanríkisráðuneytið í sömu lotu afrit frásagnar danska sendiherrans og aðalræðismannsins í Washington, Wilhelms Sponnecks. Hann fer eftirfarandi hörðum orðum um amerísku sýningarstjórnina: „Varðandi lánið a Codex Flateyensis á Chicagosýninguna, held ég, — án þess að fara nánara út í það háskafyrirtæki og án þess að ég gerist of flamur, — að ég geti leyft mér að segja, svo kunnugur sem ég er aðstæðum hér vestra, að Ameríkumenn eru hinir ósvífnustu safnarar fágætra hluta, er virða ekki sínar eigin þjóðlegu minjar, hvað þá heldur minjar framandi þjóða, og væru vísir til þess á laun að kippa einstökum blöðum út úr handritum eða skadda þau að einhverju öðru leyti; ennfremur fylgja þeir tíðast af miklu kæruleysi reglum, sem samdar ltafa verið af hinni mestu alúð. Auk þess samkomu- lags, sem gert hefur verið milli hinnar konunglegu ríkisstjórnar og Carrs sendiherra um hina almennu varðveizlu, er mjög brýnt að mæla með því, að allt verði gert, sem hægt er, til að hindra aðgang almennings að handritinu, á þann veg, að það verði geymt í innsigluðu glerborði, er ekki verði lokið upp fvrir ákveðnar persónur, nema áður hafi verið fengið leyfi danska umboðs- mannsins á sýningunni og það þá gert í viðurvist hans.“35 Viðbrögð menntamálaráðuneytisins voru þau, er vænta mátti. Hinn 17. febrúar var utanríkisráðuneytinu, svo og Bruun for- stöðumanni Konungsbókhlöðu, tilkynnt, að lánið á Flateyjarbók væri nú úr sögunni, ákvörðun, er Goos menntamálaráðherra staðfesti skriflega við Chr. Bruun; þar segir, „að málinti varðandi lánið á Flateyjarbók svokallaðri, er reifað hafi verið í mörgum bréfum að undanförnu, verði eins og nú sé komið að teljast lokið“.:,,i Gleðitíðindi, eins og sagt er, og svo hefur Bruun eflaust tekið þessari frétt. Danir gátu enn um hríð haldið sér við hugmyndina um óskorað- an þjóðarrétt til Flateyjarbókar, þótt þetta handrit ekki sízt storki þeim skemmtilega, er leggja vilja einstrengingslega þjóðlegan skilning í hugmyndir um eignarrétt á sögunni og heimildum hennar. Meðan rnálið var í gangi, var bent á margvísleg tengsl 35 Frumrit í RA/L’M, en vélrit í RA/KM. Ekki verður séð, að Konungsbókhlöðu hafí verið greint frá efni þessa bréfs. 36 KB/JS 13.4.1893.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.