Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 26
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
Nu gaar den ud med Flag i Stavnen —
Þegar danski bókaútgefandinn Ejnar Munksgaard gaf ut ljós-
prentun Flateyjarbókar 1930 sem fyrsta bindi í flokknum Corpus
codicum Islandicorum rnedii ævi, sendi hann föður mínum, vini
sínum, Guðmundi Finnbogasyni, eitt eintak og skrifaði á það m.a.
eftirfarandi orð, sem höfc) eru innan tilvitnunarmerkja og virðast
þannig vera vísubrot, þótt ekki hafi tekizt að finna, hvaðan það er
tekið.
4rd
‘jacch. vsar) -u
C^JYl ájlCL rrYJ>cf
ýy ‘^aa (iin (X Xq. Jlu. VlQ a ' y'a-cJryjejv* 4
Þetta er svo skemmtilegur fyrirboði um það, er gerðist rúmum
fjörutíu árum síðar, er Danir sendu herskip með Flateyjarbók og
Konungsbók Eddukvæða til íslands vorið 1971, að mér þykir
hlýða að birta hér mynd af þessari forspá Ejnars Munkgaards,
svona í framhaldi af grein Eriks Petersens um Vínlandsferð
Flateyjarbókar, ferðina, sem aldrei var farin, en snerist löngu síðar
í íslandsferð bókarinnar, er greinarhöfundi þykir eftir viðtökun-
um að dæma hafa orðið sannkölluð frægðarför.