Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 29
29 Að þessu atriði hafði verið vikið sérstaklega í 51. tölublaði Þjóðólfs 4. nóvember 1892, en þar segir svo: „Skáldið séra Matthías Jochumsson hefur fengið tilboð um að sækja heimssýninguna í Chicago að sumri sem kjörinn fulltrúi fyrir ísland á nokkurs konar alþjóðlegum þjóðsagnafundi (Folklore Congress), er þá verður haldinn í Chicago. Velur forstöðunefnd fundar þessa fulltrúa úr öllum löndurn, en ætlazt er til, að þeir sjálfir leggi fé til fararinnar. Er séra Matthíasi sýnd allmikil særnd með vali þessu, en því rniður mun hann ekki fátæktar vegna eiga kost á að ráðast í för þessa, og er það illa farið, því að hann er manna bezt fallinn til að koma fram sem fulltrúi lands vors við jafnþýðingarmikið og veglegt tækifæri. Oss virðist, að landsstjórnin ætti að hlutast eitthvað til um þetta. Það væri sómastryk." Þessi tillaga hratt af stað umræðu í blöðum um þetta mál, og voru flestir því hlynntir, að Matthías Jochumsson yrði styrktur til fararinnar, en eitt blað, ísafold, reis öndvert gegn því. Garnall þingmaður, er lætur ekki nafns síns getið, skrifar langa grein um málið í ísafold 18. marz 1893, telur ekkert gagn munu verða af för sr. Matthíasar og því sé ekki ástæða til að veita honum fararstyrk. í Akureyrarblaðinu Stefni 1. apríl 1893 er dálítið yfirlit um gang málsins, en þar segir svo: „Um ekkert er tíðræddara nú á dögurn en það, hvort vér eigum að senda mann á Chicago-sýninguna til að mæta þar sem fulllrúi þjóðar vorrar og flytja Ameríkumönnum kveðju vora og árnaðaróskir, eða leiða þetta hjá oss alveg afskiptalaust og „látast ekkert vita eða skilja". Flestir munu þeirrar skoðunar, að vér eigum og verðum að senda slíkan fulltrúa og að vanvirðulaust getum við ekki leitt þennan stórviðburð hjá oss án slíkrar eða líkrar hluttöku, ekki svo mjög vegna sýningarinnar sem sýningar, heldur vegna hins einkennilega og merkilega sögulega sambands, sem er rnilli þjóðar vorrar og þeirra manna og viðburða, sem minnast á ineð sýningu þessari. Er komin talsverð hreyfing á þetta víðs vegar um land, og ýmsir sýslunefndarfundir (t.a.rn. í Skagafirði, Eyjafirði, Borgarfirði) hafa haft það til umræðu og alstaðar kornið fram samhuga álit, að æskilegt væri, að slík sendiför kæmist á. Mun óhætt að fullyrða, að þetta sé samkvæmt hinum almennasta vilja manna um land allt. En eitt er það, sem allt getur strandað á eða dregið þessa sendiför of lengi, það er þessi gamli þröskuld- ur ílestra framfara og fyrirtækja á landi voru: féleysið. Fé er nefnilega ekki til fyrirliggjandi, er heimilt sé að verja á þennan hátt, en landstjórnin getur veitt það, og er Iíklegt, að hún geri það upp á væntanlegt samþykki alþingis, sem varla mun þurfa að efa að fengist greiðlega. Það verða varla deildar skoðanir manna um það, hvern senda skuli vestur, úr því séra Matthías Jochumsson hefur gefið kost á sér. Mæla ekki einungis með honum hinir miklu hæfileikar hans, heldur það, að hann er einmitt kjörinn af Ameríkumönnum sjálfum til að rnæta á sýningunni."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.