Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 32

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 32
32 UM CHICAGOFÖR Ritið er í litlu broti, 160 blaðsíður alls, og hefði orðið lengra, ef útgefandinn, Prentsmiðja Björns Jónssonar, hefði ekki orðið uppiskroppa með pappír! Ferðasagan hefst því, sem fyrr segir, þegar skáldið skyldi stíga á skip í Liverpool, og segir þar svo: „Fyrir fylgi og flutning herra kapteins Sigtryggs Jónassonar frá Winnipeg bauð einn yfirmaður Beaveúímixmax, Mr. Wilson, mér fría ferð vestur til Montreal með skipinu „Lake Huron“ móti því, að ég liti til með löndum mínum, vesturförunum, á skipinu og gæfi vottorð á sínum tíma um meðferð á þeirn, svo og segði rétt frá hag landa minna, hvar sem ég hitti þá í Canada. Eg tók þessu með þökkum, og ekki sízt við Sigtrygg, sem reyndist mér góður drengur og vel að sér gjör.-------- Leir Wilson fylgdu oss um borð og fólu mig sérstaklega yfir- mönnum skipsins. Beaver-línan er hið eina stórskipafélag, sem Canadamenn eiga.“ Matthías lýsir vel siglingunni vestur um hafið, fyrst til Quebec og síðan upp fljótið allt til Montreal. Hér verður gripið niður í frásögninni, þegar kemur að framhaldi fararinnar frá Montreal með lest áleiðis til Winnipeg, þangað sem förinni var fyrst heitið: „Áður en ég lagði af stað frá Montreal, gekk ég á fund Kyrrahafsbraut- arstjórans og færði honum meðmælabréf frá Mr. Wilson. Hann er ríkmenni mikið og tók mér fremur fálega. En eftir nokkurt viðtal gaf hann mér þó farbréf vestur til Winnipeg, bevgði lítið eitt höfuðið og hélt áfram að skrifa. Ég tafði ekki lengur hinn mikla mann, heldur steig í lyftivélina og lét mig síga niður frá 5. lofti. I Montreal er mjög stór og skrautlegur brautarskáli, en nokkuð villigjarn fyrir nýkomna íslendinga. Þar hitti ég enskan bónda, nýbyggjara vestan frá Albertu við Klettaf jöllin; hafði hann verið með okkur frá Englandi, á 2. plássi; hafði kvatt konu og börn fyrir jól og ferðazt veikur til Englands til að fá sér lækning, hafði verið skorinn á hol, svo meinsemd hans yrði grædd. Var hann þá gróinn að mestu og nú á leið heim til konu sinnar. Hafði hann eytt öllum gróða sínum í þessari ferð, en var þó hinn kátasti. Hann spurði mig, hvernig mér Jrætti hitinn. Ég lét illa yfir honum. Hann réð mér að taka bað, meðan á biðstundinni stæði, og fá mér þurr og þunn nærföt. En hvar var staður til Jress? Mr. Greentvood (svo hét maðurinn) kvað illtað deyja ráðalaus á þurru landi ogbað migbíða sín. Brátt kom hann aftur og fór með mig í jarðhús, þar sem var rennandi vatn. Ég hafði með mér nærfatnað, sem ég hafði keypt urn daginn. Síðan stóð Mr. G. í dyrunum, meðan ég laugaðist og klæddist. Síðan lét hann mig drekka bikar af góðum og styrkjandi bjór. Tók ég við það stórbótum, en var mjög vesæll orðinn. Ég spurði manninn, því hann legði slíka rækt við mig, ókunnan mann. Hann brosti og sagði: „Af því mig hefir svo lengi langað til að verða meðhjálpari og er prestavinur eins og rnargir landar mínir. Ég sá líka, hve annt þér var um þína emigranta." Hann fór því næst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.