Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 33

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 33
SR. MATTHÍASARJOCHUMSSONAR 1893 33 \ Matthías Jochumsson 1893. að athuga vagnana og réð mér til að gá vel að dóti mínu á amerískum brautarstöðvum. Sá ég fljótt, að það var heilræði. Þó heppnaðist mér að skilja þar einhversstaðar eftir nýja ferðaskó, forkunnar fríða. Sá ég þá aldrei síðan. Smátt er nú tiltínt, enda er þetta fært í letur heiminum til viðvörunar; þarf hann þess með, því hann er ekki síður gleyminn en ég. — Leiðin vestur til Winnipeg er um 1700 e. mílur. Héldum við nú af stað. Rétt í því lest okkar tók til skriðs kom vagn eða hjól í annarri lest við höfuð á einum verkmanni; sá ég hann detta niður alblóðugan, og hlupu menn þar að. Meira vissi ég ekki; eru þess háttar slys ógurlega tíð þar í landi. Nú héldum við áfram til næsta dags og síðan annars dags og varð ekki til tíðinda. Þá var það á áliðnum degi, að Greenwood, sem var í öðrum vagni, kemur til fundar við mig og segir, að fólk mitt sé komið. Það stóð heima: okkar lest hafði náð vesturfaralestinni og fest sig aftan í hana. Við gengum vagn úr vagni þangað til við sáum fólkið; fagnaði það mér vel, en æði- dapurt og lasburða virtist mér sumt af því. Kona lá þar á sæng og hafði alið barn daginn fyrir þar í vagninum. Hún var bláfátæk. „Hér þarf meira að gjöra,“ segir G. og kallar á skozkan bónda; hann var mikill sem tröll og með spekingssvip. G. hvíslaði að mér: „Þennan mann þekki ég sérvitrastan og þó gagn-guðhræddan.“ Síðan talaði hann hljóðskraf við Skotann. Hann stóð upp og kvaddi okkur að fylgja sér til fínni vagnanna. í dyrum 1. vagnsins nemur hann staðar og hefur mál sitt í skozkum prédikarastíl: „Góðir bræður! Skrifað stendur — — — vafði hann reifum og lagði í jötuna,-------. Líka segir Salómon hinn vísi í Spekinnar bók.“--Síðan hélt hann áfram og heimfærði báða textana upp á konuna og krakkann. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.