Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 36

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 36
36 UM CHICAGOFÖR Evrópu höfðingjum bíða sín, á meðan hann ræddi við okkur. Þetta var efst í sölum stjórnarbyggingar sýningarinnar, sem er 250 feta há hvelfing og skín eins og glóandi gull. En utan á háhvelfingunni eru málstofur generalsins; sést þaðan yfir meginið af sýningunni. Eg rétti Mr. Davis ávarp það, sem ég hafði samið. Hann tók við og las þolinmóðlega. Enginn var þar stóll. Hann lauk lofsorði á ávarpið og hét að setja það á prent. Eg spurði, hvort form þess væri comme ilfaut (þ.e. eins og vera ætti), og fullyrti hann það; sagði, að sjálfsagt væri að slá því föstu, að Island hefði fundið Ameríku 500 árum fyrr en Spánverjar. Þá gladdist ég, og hljóp mér heldur kapp í kinn, enda þótti mér þá hita-pínslir mínar fullborgaðar. Minni göfugu og hámenntuðu vinkonu,/rw Sharpe, fæ ég ekki fullþakkað, að hún kom mér og bréfinu á framfæri, því að ná fundi þessa höfðingja þykir torvelt um þessar mundir, þótt stærri menn eigi í hlut en umkomulaus Islendingur með engin meðmæli í höndum. Mr. Davis spurði urn hagi Islands og vissi töluverð deili á því. Síðan kvaddi hann okkur með virkt og vinsemd. — Að lýsa sýningunni læt égbíða; ætti sú lýsing að vera að gagni, sprengdi hún öll vor blöð. — Meira þegar ég kem austur yfir hafið — lofi guð.“ Matthías endurtekur ekki þessa frásögn í ferðasögu sinni, en segir þó, að hann hafi í ávarpinu ekki einungis tekið fram „Ameríkufund Leifs Eiríkssonar, heldur og það, að þeir feðgar Cabot fundu aftur Norður-Ameríku eftir tilsögn íslendinga. Er það sannað af skipsbók sjálfra þeirra, að þeir sigldu fyrst til íslands og fylgdu síðan kjölfari Leifs, að tilvísun íslendinga, unz þeir stigu á land við Bretahöfða (Cape Briton) 24. júní 1497. Það var fullum 20 árum áður en Spánverjar fundu Norður-Ameríku að sunnan. Eru þessir atburðir ekki ókunnir þar vestra, og því var það, að Spánverjum þeim, er sigldu á hinum eftirgjörðu galeiðum Columbus til sýningarinnar, fannst minna um viðtökurnar en þeir höfðu búizt við, og fyrir því hlaut „Víkingurinn“ norski miklu fagnaðarfyllri viðtökur. Ég kom sama dag um kvöldið til Chicago sem hann. Hafði verið mikið um dýrðir. Fór heill floti skipa móti honum, og dundu skot, óp og sönglist við landtökuna, en höfð- ingjar með borgmeistara Chicagóar í broddi fylkingar fögnuðu hinum endurborna Leifi heppna með heillaóskum og ávörpum. Einkum ljölmenntu þar Skandinafar. Ég kom til rakara eins daginn eftir og bað hann raka mig. Hann svaraði dauflega og dæsti við, kvaðst vera Norðmaður og hafa verið að fagna „Víkinginum" daginn fyrir og komizt hart niður áður þeim fagnaði lauk, enda skalf hann svo á hendinni, að ég stóð upp, bað hann fá mér rakhnífinn og veitti mér sjálfur hina umbeðnu þjónustu. Ég gekk út á hið fræga skip. Það var langskip (ekki hafskip) og dreki með gyllt höfuð og sporð, að öllu smíðað, eins og kunnugt er, eftir hinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.