Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 37
SR. MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR 1893 37 nýfundna Gaukstaðaskipi. Það er rúm 70 fet að lengd, en tæp 8 á breidd, opið í miðju og skjaldað á bæði borð. Furðulegt þótti, að slíkt skip skyldi afbera vikustorm á Atlantshafí. Skipverjar voru 12, allt valdir rnenn. Hitti ég skipstjóra þess, Magnus Andersen, og sagði liann mér frá ferð sinni. Kvað hann skipið ágætt til siglingar, en þungt væri það undir árum. Tvisvar kvaðst hann hafa fengið slettu-ágjöf, en annars fórst þeim allt vel.“ Matthías hét því að lýsa sjálfri sýningunni nánar, þegar hann kæmi austur yfir hafið, og við það stóð hann, hafði um hana sérstakan kafla, lokakaflann í ferðasögunni. Það gal þó aldrei orðið nema stutt yfírlit eða eins og Matthías segir: „Að lýsa Chicago-sýningunni án mynda og uppdrátta er nálega ómögulegt, svo að lesendurnir verði nokkru nær. Svo er hún (eða var) stórkostleg og margbrotin, og svo eru flestir lesendur mínir slíktim stórvirkjum óvanir, enda skortir mig sjálfan allt til þess að geta fullnægt þörf manna í því efni. Til þess þyrfti ekki einungis að rita heilar bækur í 100 kapítulum, heldur og hundrað sinnum meiri skilning, minni, fróðleik og kunnáttu en ég hefi. Væri slíkt heimtað af mér, væri það álíka sanngjarnt eins og ef ætlazt væri til, að unglingur, er dvalið hefBi hálfan mánuð við háskóla, gæti munað og framsett allar fræðigreinir, sem þar hefði kenndar verið.“ Svipmyndir skáldsins af sýningunni eru gerðar af mikilli íþrótt og flugi, svo langt sem þær ná, og rétt til að sýna mönnum örlítið dæmi kemur hér stuttur kafli framarlega úr lýsingunni: „Slík sýning sem þessi átti ekki að sýna nýja veiðaröngla eða nýtt lag á ljáblöðum; hún átti að birta heiminum fyrirmyndir í frelsi og menningu, en brjóta í bág við forna heimsku og harðýðgi; hún átti að lýsa hugsjónir vizkunnar og íþróttanna og lyfta þúsundum rnanna á hærra sjónarsvið sannleika og réttvísi; hún átti að blása voðann úr hendi harðstjóranna, sem aldrei vilja sleppa hnífnum, og mölva gullhlekki gamallar fordildar. Hún áleit það aukagetu að sýna undralistir Edisons og bregða upp skrautloga 150 þúsund rafleiftra, en hún vildi sýna þá list, að gjöra allar þjóðir að einni með almættisorði mannelskunnar og bregða kristindómsins kærleiksljósi yfír allt vort kyn í einu! Og konan gekk þar fram í fyrsta sinni í sögu veraldarinnar sem drottning við hlið herra jarðarinnar, — drottning, sem sat í hásæti í þeirri listahöll, sem hún hafði sjálf byggt. Hin frönsku orð: FRELSI, JAFNRÉTTI, BRÓÐERNI, voru þangað til heiti í skáldskap þjóðanna, hugmynda-blómstur, sent ekki fundu jarðveg austan hafs. Sýningin í Chicago vakti þau til verulegs lífs, og nú gróa þau í góðri jörð við Michigan-vatnið í miðri Ameríku!"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.