Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 38
38 UM CHICAGOFÖR Tilgangur vesturfarar sr. Matthíasar var tvíþættur: að sækja heimssýninguna í Chicago og koma þar ákveðnum skilaboðum áleiðis — og að heimsækja nokkrar hinna fjölmennari byggða Islendinga í Norður-Ameríku. Þar var gestinum nokkur vandi á höndum, að dragast ekki inn í flokkadrætti landanna. Heims- kringlumenn stóðu fyrir samskotum og buðu honum vestur, þóttust því eiga í honum fyrsta veðréttinn. Matthías átti hins vegar marga kunningja í liði Lögbergs og lúterskra, er löngum elduðu grátt silfur við Heimskringlumenn. Þegar Sigtryggur Jónasson, er var einn af stólpum Lögbergs, beitti sér fyrir því, að Matthías fengi ókeypis far vestur yfir hafið, má líta á það sem eins konar mótleik hans gegn þeim, er fyrir samskotunum stóðu, hann þar viljað leggja sitt af mörkum. Atökin um gestinn korna fram t.a.m. í fetðasögu Matthíasar, er hann segir frá fyrirhugaðri ferð sinni frá Winnipeg til Norður- Dakota að finna fornvin sinn, sr. Jón Bjarnason, er þar dvaldist þá hjá sr. Friðriki Bergmann. Um þetta segir Matthías svo m.a.: „Um þetta ferðlag mitt stóð ráðagjörð mikil í Winnipeg. Vildi J. Ó., að ég stæði sem minnst við hjá klerkunum, vildi, að ég kæmi fyrst og dveldi lengst á Mountain, þar sem Heimskringlu-menn byggi, enda þeir sömu menn, sem drengilegast hefðu styrkt ferð mína. Petta skildist mér vel, en síður frjálslyndi J. Ö. að vilja ráða ferðum mínum fremur en mér litist sjálfum. Hafði ég þó sagt honum, að ég mundi ekki skipta mér af misklíð þeirra. Varð okkur þetta að ágreiningi, og þótti inér illt, því að ég hætti ekki heilsu og lífi í þessa vesturför sem fylgifiskur eða undirlægja nokkurs flokks eða manns, en að hinu leytinu þóttist ég vera mjög skuldbundinn J. Ó. ogþeim, sem mest höfðu stuðlað til ferðar minnar. Efaust hefír J. Ó. og fleiri búizt við, að ég mundi opinberlega fylla flokk þeirra sem frjálslyndur trúmaður, en þegar áður en ég lagði af stað vestur, fann ég enga hvöt hjá mér eða köllun til að samlaga mig Únitörum þar vestra, hafði ég löngu áður fundið, að ég kom mér ekki saman við þá.“ Ágreiningur þessi snerist upp í mikla rimmu milli þeirra Jóns Ólafssonar og Einars Hjörleifssonar, er fór umrædda ferð með sr. Matthíasi. Sú rimma verður ekki rakin hér, aðalatriðið er, að Matthías slapjá ósærður frá henni. Heimsókn hans í Islendinga- byggðir var löndum vestra mikið fagnaðarefni, og sá fróðleikur, er hann flutti heim úr förinni um landana og byggðir þeirra, var mikils virði. Þessari samantekningu lýkur nú með frásögn Matthíasar af Islendingadagshátíð, er hann sat skömmu eftir að hann kom aftur til Winnipeg frá Chicago.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.