Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 41
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
41
Kjærnesteds til Stephans eru ekki í þessu safni, en Finnbogi
Guðmundsson veitti mér góðfúslega aðgang að þeim, og eru þau
prentuð hér, til þess að bréfaskipti Stephans og Jóns verði full-
komin. Bréfin eru fjórtán talsins og frá árunum 1900-1924. (Þess
skal geta, að drög Jóns að nokkrum bréfum til Stephans eru
varðveitt í bókasafni Manitobaháskóla, og eru í þessu safni drög að
tveim bréfum [5. júní 1904 og 12. febrúar 1905], sem eru ekki í
Landsbókasafni.) Hverju bréfi fylgja athugasemdir mínar og
skýringar.3 Stafsetning bréfanna hefur ekki verið samræmd til
fulls, en augljós pennaglöp hafa verið leiðrétt.
Kirsten Wolf
Calgary, Alta., 20. maí 1900.
Elskulegi vin.
Þá er ég enn þá ekki kominn lengra. Bæði var það, að mikið
veður var hér um, að bólan væri í Winnipeg, og svo gat ég varla
fengið mig til að fara frá familíunni svo langt í burtu, með því óvíst
gat verið, hvenær ég gæti nálgast hana aptur. Mér fannst því
réttast að fara ekki lengra. Fékk smíðavinnu hér nokkra daga. En
liðna viku við hackwork á sögunarmillunni, sem ég ef til vill gef
upp, með því ég á hér óhægt með aðstöðu bæði með fæði og
húsnæði. Mér leiðist og líður því ekki sem best. Rispa ég þessar
línur til þess að þú fáir að vita, hvar ég er niðurkominn, og þætti
vænt um að fá línu frá þér við tækifæri. — Það er dálítið um vinnu
hér, en fjöldi í bænum.
Með bestu kveðju til allra þinna. Þinn einlægur,
Jón Kérnested.
Athugasemdir og skýringar: Alta. | Alberta. hackwork | þreytandi vanavinna.
oo
569 Alexander Ave., Winnipeg, Man., 16. janúar 1901.
Kæri Stephán minn.
Gleðilegt og gott nýár og nýja öld, með bestu þökk fyrir
gaml’árið og gömlu öldina.
Það hefir farið eins og mig minnir, að ég væri búinn að minnast á
við þig, að það gæti dregist hjá mér að skrifa. Hefir það þó ekki
s Árnýju Hjaltadótlur þakka ég aðstoð við frágang bréfanna.