Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 44

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 44
44 JÓN KJÆRNESTED Athugasemdir og skýringar: Sigurður Júltus\ Jóhannesson (1868-1956). síra Clemens\Jón]. Clemens. Kristján ohkar Ásgeir\ Kristján Ásgeir Benediktsson (1861-1924). Hkr. \ Heims- kringla 1-73, Winnipeg, 1886-1959. Baldwin\ Baldwin Lárus Baldwinsson (1856-1936), ritstjóri Heimskringlu 1898-1913. Séra Bjarni\ Bjarni Þórarinsson (1855-1940). Séra Jón Jónsson | (1856-1922). sendi égþér kveðju mína\ „Jólakveðja til Stephans G. Stephanssonar" í Heimskringlu 24. desember 1900, bls. 6. Ritdómsíra Bergmanns\ hér er átt við ritdóm Friðriks ]. Bergmanns (1858-1918) um Á ferð ogflugi í Aldamótum 10 (1900), bls. 151-157. Kristinn\ Stefánsson (1856-1916). Helga\ dóttir Jóns Kjærnesteds. Flora\ dóttir Jóns Kjærnesteds, sem dó á barnsaldri. Sigurlauguj Guðmundsdóttur (1860-1936), systur Stephans. Kristni\ Kristinssyni (1854-1926), mági Stephans. oo Húsavick, Man., 4. mars 1901. Stephán minn góður. Þá er ég nú kominn frá Winnipeg ofan að landamærum Nýja Islands, þar sem hin fyrirhugaða járnbraut á fyrst um sinn að staðnæmast. Er ég hér að efna mér í hús í samvinnu við bróður rninn, Kristján, sem er að kaupa hér landskika, því að lönd eru hér öll „upp tekin“ og eru óðum að hækka í verði. Sá ég það vera „óbúmannlegt“ af mér að híma lengi atvinnulaus í Winnipeg, með því að peningar vilja verða þar „útgangssamir," og fannst því ráðlegast að leita hingað úr því sem ráða var. Líður mér og familíunni vel, höfum nóg til fæðis og klæðis, nógan eldivið úr skóginum og fisk úr vatninu og svo nóga mjólk. Og hvað vill maður svo hafa það betra? Samt sakna ég hálfvegis íjallanna ykkar þarna vestra. Með því að ég er nýfluttur hingað, hefi ég í ýmsu að snúast. Sit nú í stórum rosabullum og strigafötum við skrifborðið mitt og er að rispa þessar línur á millum þess sem ég er að bisa við tré í skóginum, fella þau og draga heim og koma þeim í skýli yfir mig og familíuna. Er ég hinn hressasti og kátasti, og gætum við nú haft saman góðan hlátur, ef við værum nær hver öðrum. Meðal annars þakka ég þér fyrir bréfið þitt seinast (10. febr.). Var ég farinn frá Winnipeg, er það kom þangað, og færði konan mér það, með því að hún kom ekki fyrr enn seinna hingað niður eptir. Rispaði ég þér frá Selkirk utanáskript mína. HafBu blessaður gert að minnast á kvæðin, ritdóminn og safnaðarmálin. Um athuganir þínar við kvæðin hefi ég ekkert að segja. En mér þótti vænt um, að þú minntist á þau. Og mér þætti vænt um, að þú gerðir það sem optast framvegis, eptir að þú hefir séð eitthvert leirbull eptir mig á prenti. Ekki af því að mig langi svo mikið til að fá hól, þó að mér náttúrlega gæti þótt vænt um að fá rúsínu í og með, ef að ég ætti það skilið, heldur að heyra ummæli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.