Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Qupperneq 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Qupperneq 54
54 JÓN KJÆRNESTED mörg kve eiga að byggjast i sumar, snotur farstöð (station), brautarþjónshús vandað (section house), eimvélahús (engine house), stórt vatnsgeymsluker (tank) með vindmyllu, skemmtihöll og skýlihvelfing (stórt þakskýli — sérstök bygging — fyrir fólk að standa undir í regni og miklum sólarhita) með breiðum og vönduðum gangtröðum úr borðvið; þrjár sölubúðir, stórt hesthús með gistilopti og hótel, smiðja, íshús og um fjögur fískihús með tilheyrandi skrifstofum (sérstökum). Ofurlítið sunnar með strönd- inni á oddmyndum fram í vatnið hefir landumboðsmaður ríkis- stjórnarinnar gjört sér reisulega byggingu og að vissu leyti ein- kennilega, byggða úr söguðum „tamrak" bjálkum að neðan, en borðvið að ofan, með palli og svölum á norðurhlið hússins, sem að bænum snýr, og er þaðan ágætt útsýni. Að eins nokkrum stigum fyrir sunnan þessa byggingu er mitt fyrsta hús, sem ég á enn og þar ekru af landi. Vestur af þessum stöðvum höfum við nokkrir landar valið okkur heimilisréttarlönd. Þar létum viö staðar numið er þú sagðist hafa „barið á þitt lær“. Ekki hefi ég enn komist eptir, hver þessi „H“ var, sem „berja var á sitt lær“ í Dagskrá. Baldvin hélt, að það væri Hjörtur Leó. En þegar ég bar það yfir hann, bað hann mig að eigna sér ekki þann ófögnuð og liélt, að það væri enginn bókmennta garpur, sem þar stæði á bak við, þó reynt væri verið að slá um sig með orðunum úr enskum bókmenntaheimi. Þessi sami „H“ var, held ég, seinna að skrifa í Kringlu, og þá að henda hnútum í Skrána. Ekki varð hún langlíf, og grunaði mig það þegar í upphafi hennar. Hvernig þótti þér Jón Einarsson í sínum mustarðskornum í fyrra um jólablað Kringlu? Einar í Utah sýnist jafn hlýjastur í okkar allra garð af þeim, sem á okkur hafa minnst í sambandi við jólablöðin. Fagurmæli gamla Húnfords um þig eru orðin of væmin og einhliða. Svona kemur dómur á dóm ofan. Og svo getum við allir hlegið og verið sammála. Enginn efi á því, að þú átt mestan og bestan heiðurinn skilið, vinur, fyrir skáldmæli þín af öllum okkur hér vestra, sem við skáldskap fást. Með því að þessar línur eru að eins til þess að rjúfa þögnina og yngja upp gamlan kunningsskap, ætla ég að sleppa að minnast á fleira en komið er og sjá, kæri vin, hvernig þessum línum reiðir af hjá þér, því ég get búist við að þú refsir mér nú með bréfleysi svona fyrst frameptir. Hvað mig snertir er ég sá sami og ég var — sami dofringinn og sami fjörkálfurinn. Og ég veit mikið vel, að þú ert það líka — eða sá sami og þú varst er við kynntumst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.