Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 56
56 JÓN KJÆRNESTED Winnipeg Beach, Man., 4. des. 1904. Stephan G. Stephánsson, Esq., Markerville, Alta., N.W.T. Alúðar heilsan, góði vinur. — Þökk fyrir bréf meðtekið í gærkveldi. Þótti mér vænt um að fá línu frá þér. Var ég ráðinn í að rispa þér línu núna um helgina. Hefir oft hugurinn sveimað vestur til þín. Vissi ég að þú varst „óumbreytanlegur" í vináttunni með því ég hafði að stinga hendinni í eigin barm, þótt drægist með skriftir. Fann að ég átti ekki annað en þögn skilið eftir allan dráttinn hjá mér. Gladdi mig að fá bréf þitt, en hryggði jafnframt að heyra, hvað þú hefir verið lasinn. Var ég búinn að heyra, að þú hefðir verið lasinn í sumar. Þykir mér vænt um að heyra þig vera að koma til. Mínir hagir eftir vonum; heilsan góð, mín og minna allra. Allvel búinn að koma mér fyrir með húsakynni og annað. Búinn að reka niður „fence-pósta“ umhverfis landið og langt kominn að girða það á tvo kanta með vír. Og svo hef ég þurft að gera mikið brautarhögg til og frá um það í heybletti. Verð ég feginn hverju sem ég kem í verk á landinu til þess að geta fengið eignarrétt á því, hvað sem ég svo geri. Hef ég ekkert getað komist að heiman og því mest við það að styðjast, sem heimilið gefur af sér og smávegis í kring. Var mitt örðugasta sumar í fyrra, á meðan ég var að koma mér fyrst fyrir. Nú er orðið heimilislegra hjá mér og ég ofurlítið farinn að binda saman bagga mína á okkar vísu. Hef ég nú allt reglumbundnara og get heldur hnuplað mér stundum til minna kúnsta. Bækur mínar meira við hendina, og kveldlestur rneiri, en buddan of létt til fanga nýrra bóka og blaða. Vona þó heldur að það lagist eftir að hafa komið upp nauðsynlegustu húsum og öðru fyrir, sem ekki verður hjá komist. Uni ég furðanlega vel hag mínum, þó ég fínni, að annað sé mér lagnara en snúast við gripi. Vil þó nokkuð til vinna að geta verið sem mest óháður öðrum og fara eftir eigin höfði. Til Winnipeg fór ég í sumar um sýningarleytið; hafði ekki komið þangað lengi. Var það á íslendingadaginn. Sáust þar engir „þeir heilögu“. Hélt ég flokkadráttur væri orðinn minni en hann var. En það sýndist ekki. Getur verið að sýningin hafi dregið úr. Mest fólk utan úr byggðum. — Býst við að geta nú heldur farið að verða á kreiki, svona þegar fram líða stundir. Thompson „Svövu“-föður fékk ég kveðju frá í morgun. Dóttir hans ekkert verið utanhúss í sumar, en nú kve hann ætla að fara að lofa henni að koma út svona þegar gott sleðafæri er komið. Annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.