Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 58
58 JÓN KJÆRNESTED Winnipeg Beach, Man., 12. febr. 1905. Góði vin, Stephán. Örfá orð að eins. Þökk fyrir bréf meðtekið í gærkveldi. Alit þitt á „Kringlu" kom mér ekki að óvörum. Mér bjó sama í brjósti. Benti ég ritstjóranum á það þegar í sumar, að lítill „uppsláttur" væri í því fyrir blaðið eða „skáldin“ að hrúga þar of mörgum. En það er sem þú segir um að gera að fá sem flesta kaupendurna. Það er rneinið. Hreinskilni þína þykir mér vænt um. Það er leiðinlegt að þurfa að snúa bakinu við gömlum kunningjum. En hvað á að gera? „Freyja“ hefír tekið sér ráðskonuréttinn hjá okkur báðum. En „Svava“ held ég að sé dottin úr sögunni. Til hennar fréttist ekkert. Síðan „hótelið" kom á Gimli, hefir hún lítið látið sjá sig. „Baldur" hefir verið að mælast til, að ég sendi sér eitthvað. Því miður verður lítið úr ritsmíðum hjá mér. Svo kveð ég þig núna, kæri vin. Bestu óskir með giftingu Munda. Þinn Jón Kjærnested. Athugasemdir og skýringar: Petta bréf er ekki í Landsbókasafni; aðeins drög til þess hafa varðveist og eru þau í bókasafninu viö Manitobaháskóla. Pökkfyrir bréf meðtekið ígcerhveldi\ hér á Jón við bréf Stephans dagsett 6. febrúar 1905. „Baldur"| óháð vikublað, 1-7, Gimli 1903-1910. Bestu óskir með giftingu Munda\ Guðmundur, sonur Stephans, kvæntist Regínu Jónsdóttur Strong 4. janúar 1905. oo Winnipeg Beach, Man., 11. ágúst 1905. Stephán G. Stephánsson, Esq., Markerville, N.W.T. Góði vin. Það hefir dregist að rispa þér línu og bæta við það, sem ég rispaði þér í vetur eftir að hafa fengið bréf frá þér, með því það var svo stutt, sem ég þá rispaði þér og að eins snerti jólablöðin. Svo hefir þú nú séð, hvað hefír verið um þau sagt bæði [afj Lárusi, Askdal og öðrum. Skrifaði Frímann B. Anderson frá París mér nýlega, og minnist hann á þau. Setur hann okkur hæstá blaði í Hkr., en finnst leirbragð að hjá sumurn hinum. Kennir margra grasa í bréfí hans og kemur víða við. Segist hann nú helst rita fyrir blöð og selja bækur. Óskar eftir að Vest. Isl. sendi sér svo sem $200 með því hann sé í kröggum og vilji komast þaðan. Magnús Bjarnason var hér á snöggva-ferð í sumar og bar fundum okkar saman, en viðdvöl gat engin verið, og fór vel á með okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.