Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 63
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
63
að fá. Ætlaði ég þá strax að skrifa þér, en sá þá í blöðunum, að nafn
þitt stóð á prógrammi í Winnipeg og skildist, að þú yrðir þar. Svo
hik komst á skriftirnar, og það hik hefír staðið þar til nú, að ég dríf
mig í það að hripa þessar línur. Hvað sem nú öllu þessu líður hjá
mér, þá þótti mér nú innilega vænt um bréfið þitt, og vísuna þína
hef ég oft haft yfir og raulað. Verður þú nú sem oftar að fyrirgefa
dráttinn og taka þökk mína eins og hún berst þér. Ekki verður nú
þetta samt beysið bréf. Að eins þess að geta, að okkur hér líður
þetta eins og vant er heldur vel og erum við góða heilsu. Einar á
skóla í Winnipeg, og hinn drengurinn, Franklin, á skóla hér
heima. Fækkaði gripum í fyrra haust og hef þó alltaf nóg að stjá
við: smíðar hjá sjálfum mér og önnur heimilisverk. Auk þess hef
ég land mitt að líta eftir og ná heyskap af. Verða því færri stundir
til eigin dunds en ætla mætti. A þó nokkuð orðið fyrir af „dóti“,
sem hvað? — verður að bíða seinna afdrifa.
Þú munt hafa fengið snjó í vetur, eins og við hér. Hann er nú
orðinn með dýpra móti. Frá því með byrjun febrúar tíðin köld og
snjóasöm. Hef ekkert frétt að vestan. Eitthvað þó heyrt að Jón
Benedictsson hafi verið lasinn. Vona að þú sért með heilsu og líði
sæmilega. Brýt svo í blað og kveð.
Með bestu óskum,
Jón Kernested.
PS. Að ég hafi ekki meint
Hvað ég þér sagði,
Geta þeir, sem grufla vilja,
Guð-vel-komið reynt að skilja.
Þessu varð ég að stinga neðan undii' bréfið viðvíkjandi þ\ í, sem þú
getur um í bréfi þínu, að þeir hafi verið til, sem í veðri hafi látið
vaka, að ég hafi ekki meint það, sem ég sagði í vísurn mínum til þín,
og rnega þeir hafa heiðurinn af því. Auðvitað. Enginn getur sagt
neitt nerna þá eitthvað í verri áttina um þig!
Þinn
j.K.
Alhugasemdir og skýringar: Ekki lína sést frá mér fyrir þitt góða bréf í fyrra vetur | þetta bréf
virðist hafa týnst. Einar| sonur Jóns. Franklin| sonur Jóns. Jón Benedictsson\ (d. 1925),
kaupmaður í Markerville.
oo