Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 80
80
SKRÁ UM HANDSKRIFUÐ BLÖÐ
Morgunstj arnan
1) Lbs. 1631, 4to.
2) Sveitarblað í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu og sarnkv. boðleiðalistum í
blöðunum líklega skrifað í Keldunesi.
3) Ritstjóri Kristján Ásgeir Benediktsson (þá í Keldunesi?) barna- og unglinga-
kennari í Þingeyjar- og Múlasýslum, síðan í Vesturheimi við blaðamennsku og
ritstörf.17
4) 2. árg., 3.-4. tbl., 6.-14. febr. 1887.
Orðabelgur
1) Lbs. 4056, 8vo.
2) Skólablað, gefið út í Ærlækjarseli í Öxarfirði.
3) Umsjónarmaður og ritari Svafa Pórleifsdóttir, síðar skólastjóri á Akranesi.
4) 1.-8. tbl., 1. febr. - 5. apríl 1913.
Ófeigur
1) Lbs. 3979, 8vo (1. árg).
Lbs. 4431, 8vo (29. árg.).
Lbs. 3978, 8vo (35.-37. árg.).
2) Blað Kaupfélags Þingeyinga, Hvamma- og Reykhverfingadeilda í 3979 (3. tbl.
jafnframt Tjörnesdeildar), Húsavíkurdeildar í 3978, en deildarmerkingu
vantar á tölublaðið í 4431.
3) Ritstjórn 1. árg. skipa sr. Árni Jónsson á Skútustöðum, Benedikt Jónsson á
Auðnum og Pétur Jónsson á Gautlöndum. Ritstjóri hinna árganganna var
Benedikt Jónsson.17
4) L, 29., 35.-37. árg., mars 1890 -jan. 1927.
1. árg. (1890-91), 3., 6., 9.-10., 12.-14. tbl.
29. árg. (1919), 151. tbl.
35. árg. (1925), 179. tbl.
36. árg. (1926), 187.-188. tbl.
37. árg. (1927), 189. tbl.
Reykdælingur
1) Lbs. 4856, 4to.
2) Sveitarblað í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu.
3) Skrifað á Einarsstöðum af Haraldi Sigurjónssyni bónda.
4) 6. tbl, 6. febr. 1886.
17 Þórarinn Gr. Víkingur segir að Jón Erlendsson Eldon, rithöfundur og skáld, hafi verið
útgefandi Morgunstjörnunnar, sjá Komið víða við. Endurminningar og sagnaþættir, Rvík
[1954|, bls. 53.
18 Rilstjóri þessara blaða er ekki tilgreindur, hins vegar var Benedikt einn ritstjóri Ófeigs
frá 1906 þangað til hann hætti að koma út 1931. Sbr. Andrés Kristjánsson, Aldarsaga
Kaupfélags Pingeyinga. 1882 - 20. febrúar - 1982, Húsavík 1982, bls. 280-281, einnig
Sveinn Skorri Höskuldsson, í handriti að væntanlegri bók um Benedikt á Auðnum,
kafla um kaupfélög og samvinnufélög.