Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 89
ALÞJÓÐLEGA BÓKNÚMERAKERFIÐ 89 ISBN-númer er tíu stafa tala, sem skiptist í fjórar mismunandi langar einingar. Fyrsti hluti númersins er hóptala, hún táknar hóp sem oftast er ákveðið land, en getur einnig verið málsvæði. Annar hluti er tala útgefanda, hún gefur til kynna einn ákveðinn útgef- anda innan hópsins. Þriðji hluti er titiltala, hún stendur fyrir ákveðinn titil, bindi, útgáfu eða umbúnað hjá þeirn útgefanda sem á útgefandatöluna sem á undan fer. Fjórði hluti númersins er vartala, hún er tíundi og síðasti tölustafur í hverju ISBN-númeri og er reiknuð út samkvæmt Modulus-11-kerfi á grundvelli hinna talnanna í númerinu.1 Vartalan er mikilvæg eining innan ISBN-númersins, því að númer sem gegna því hlutverki að vera færslunúmer í bókfræði- legum gagnagrunnum þurfa að vera rétt og ISBN er eina númerið sem hefur innbyggðan þátt sem tryggir gildi númersins ílreild. Undirbúningur að Alþjóðlega bóknúmerakerfinu ISBN á Islandi Undirbúningur að upptöku ISBN-kerfisins hér á landi hófst árið 1979 þegar Félag íslenskra bókaútgefenda óskaði eftir því að Landsbókasafn íslands tæki að sér að semja lýsingu á ISBN- kerfínu til kynningar á því. í apríl 1983 skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd sem kanna átti möguleika á notkun ISBN-kerfisins á íslandi. Nefndin skilaði áliti sínu í desember sama ár og mælti með því að kerfið yrði tekið upp. Sama ár tók Alþjóðaskrifstofan í Berlín frá númeraforðann 9979 fyrir Island. Þetta þótti nefndinni sem starfaði að undirbúningi að ISBN- kerfínu á íslandi of há tala sem myndi þrengja möguleika okkar á skiptingu númeraforðans. Reynt var að fá ákvörðuninni breytt en án árangurs. Rök Alþjóðaskrifstofunnar byggjast á upplýsingum frá þáverandi bókafulltrúa ríkisins um bókaútgáfu á Islandi. Bókaútgáfan er um 2000 titlar á ári, þessir titlar margfaldaðir í 20 ár gera 40.000 titilnúmer, fjögurra stafa hóptala gefur 100.000 titilnúmer og á því að nægja. Bókafulltrúi sá um öll samskipti við Alþjóðaskrifstofuna þar til í september 1989 að formlega var tilkynnt að svæðisskrifstofa fyrir ISBN-kerfið yrði rekin innan þjóðdeildar Landsbókasafns Islands. 1 Alþjóðlega bókanúmerakerfið : handbók notenda. Reykjavík : Landsbókasafn Islands, 1990, s. 7.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.