Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 10
10
EIN KVÆÐABÓK ...
Hólum í síðustu tíð hr. Guðbrands Þorlákssonar og fyrstu tíð hr.
Þorláks Skúlasonar; þareftir prestur til Grundarþinga í Eyjafírði
og prófastur í Vöðlusýslu. En þá aftur kirkjuprestur á Hólum, í
síðustu tíð hr. Þorláks og fyrstu tíð hr. Gísla Þorlákssonar. Faðir sr.
Þorbergs var Ásmundur Þorsteinsson, Guðmundssonar. Þor-
steinn var þriðji maður Þórunnar á Grund Jónsdóttur biskups
Arasonar.
Móðir sr. Þorbergs var Þuríður Þorbergsdóttir af Þorbergsœtt.
Móðir Helgu Þorbergsdóttur, sem áður var nefnd, var Guðrún
Þorkelsdóttir. Hennar faðir Þorkell ráðsmaður Hólastaðar í tíð
Guðbrands biskups. Faðir Þorkels var sr. Gamli Hallgrímsson af
Hallgrímsœtt.
Móðir sr. Hjalta var Dómhildur Hjaltadóttir, Pálssonar, Magn-
ússonar, Hjaltasonar, hvörjir allir langfeðgar bjuggu á sinni eign,
Teigi í Fljótshlíð.
Móðir Magnúsar Hjaltasonar var Anna Vigfúsdóttir lögmanns
sunnan og austan á íslandi/: systir Páls lögmanns/. Móðir Páls
Vigfússonar var Þórunn, dóttir sr. Björns Gíslasonar prófasts að
Saurbæ í Eyjafírði og Officialis Hólastiftis. Móðir Hjalta Pálssonar
var Þórunn Einarsdóttir bónda að Hólum í Eyjafirði, Grímssonar
etc. En hennar móðir var Þrúður Magnúsdóttir bónda að Stóradal
í Eyjafirði Hjaltasonar, en móðir Þrúðar var Þuríður Sigurðardótt-
ir prófasts að Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar.
Móðir Dómhildar Hjaltadóttur var Elín Eiríksdóttir lögsögu-
manns ogbónda að Búlandi. Faðir Eiríks var Sigvaldi Halldórsson
klausturhaldari að Þykkvabæ; en móðír Eiríks Sigvaldasonar var
Elín Jónsdóttir, Ólafssonar, Guðmundssonar, en móðir Elínar var
Guðrún Árnadóttir bónda að Hlíðarenda, Gíslasonar.
Móðir Elínar Eiríksdóttur var Þórunn Sigurðardóttir að Breiða-
bólstað, prófasts í Rangárvallasýslu, Einarssonar prests og prófasts
að Eydölum, er kallaður var sálmaskáld.
Eftir það sr. Hjalti var fæddur, og fyrir heilaga skírn endur-
fæddur, var hann næstu 2 ár hjá sínum foreldrum. Að þeim 2
árum liðnum var hann færður til síns föðurbróður [réttara föður-
föður] sr. Gunnlaugs Sigurðssonar, og móðurmóður Elínar Ei-
ríksdóttur að Saurbæ í Eyjafirði, hvar hann uppfæddist í barnalær-
dóminum, með þeirra guðrækilegri tilsjón; þar eftir var hann
framar til kennslu falinn sínum móðurbróður, sr. Jóni Hjaltasyni,
sem þá var capellán sr. Gunnlaugs, hvör honum kenndi að lesa og