Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 16
16
EIN KVÆÐABÓK ...
Fyrnist íslands fríða,
fölnar jarðar blóm,
á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist fsland fríða.
1. Nokkuð einslega nú vilja mér
nálægar stundir líða.
Fyrnist ísland fríða.
Hversu eitt langsamt líf hér er,
leggja vil eg á nokkurn dóm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
2. Óskammdægurt ætla jeg nú
orðið um sveitir víða.
Fyrnist ísland fríða.
Utan að hugsa um auð og bú
og eiga sér þar til nóglegt tóm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig.
Því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
3. Kaldir vetur og kolsvört nátt
hér kaupsigling afsníða.
Fyrnist ísland fríða.
Sjaldferðult því sýnist hér þrátt,
sumurin munu það bæta fróm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
4. Ama hér stundum árin hörð
og atvinnuleysið víða.
Fyrnist ísland fríða.
Frjóvgunar blessun firrist jörð,
því fægist ei burt vort synda gróm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
5. Meinsamar fréttir menn fá spurt,
sem mjög er ei gott að hlýða.
Fyrnist ísland fríða.
Duglegt fólkið deyr á burt,
dvínar fegurð sem annað hjóm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist fsland fríða.
6. Hinir, sem elska auð og seim
og atlot heimsins blíða,
þeim fyrnist ei ísland fríða.
Fyrr þá sjaldan fýsir heim
en fínna þeir neyð og ellidóm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist fsland fríða.
7. Frægðariðju eg frátek þá,
sem fegurst má sveitir prýða.
Fyrnist ísland fríða.
Guðs orð iðka mest(!) sem má
og gróðursetja í hjörtun fróm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
8. Gott fólk á sér guð hér mart,
sem gerir vort land að prýða.
Fyrnist ísland fríða.
Þó loði við suma hin ljóta art
að lifa sem eikin gæðatóm.
Fölnar jarðar blóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.