Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 29

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 29
FRÚ DISNEY LEITH OG ÍSLAND 29 henni lið við það verk og fleira, sem hún skrifaði.5 Árið 1865 giftist Mary Gordon ofursta og stríðshetju af frægri hermannafjöl- skyldu, Robert William Disney Leith frá Aberdeen-skíri í Skotlandi. Hann hafði misst annan handlegginn í átökum við Síka í Punjab 1849 og bar fleiri menjar um harðan hildarleik á orrustuvelli. Robert William Disney Leith ofursti og síðar hers- höfBingi var maður mikill á velli og vörpulegur, tæplega tveir metrar á hæð, en kona hans var fíngerð og smávaxin, og var aldursmunur þeirra 21 ár. Eiginmann sinn missti hún 1892, og höfðu þau þá eignast sex börn, tvo syni og fjórar dætur. Fljótlega eftir það lét hún gamlan draum rætast um að fá augum litið sögueyjuna Island. Það hefur verið nokkuð á huldu, hvað vakti áhuga Disney Leith á Islandi. Vitað er, að í hópi félaga Swinburnes voru rithöfundar eins og William Morris, sem þekktu til íslands og íslenskra bókmennta, og kemur því fyrst upp í hugann, að hún hafí orðið fyrir áhrifum af þeim. En dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur hafði aðra skýringu. Hann var nákunnugur Disney Leith og var gestur hennar í Lundúnum 1912.6 í blaðagrein skýrir hann frá því, að skáldsaga eftir de la Motte Fouqué hafi fyrst leitt huga hennar að íslandi, og var hún þá unglingur. Síðar hafí frú Disney Leith komist í kynni við þýðingu Dasents á Njálu og orðið svo hrifín, að hún hafí ákveðið að læra íslensku á eigin spýtur. Það hafi hún gert með Lexicon poeticum sér við hönd.7 Mörgum árum síðar rifjuðust upp þessi fyrstu kynni hennar af sögueyjunni. Hún var þá í herbergi sínu á Hótel íslandi, nýkomin til landsins í fyrsta sinn. Henni var litið út um gluggann og kom þá auga á nokkuð, sem hún átti síst von á: Mér brá, þegar ég sá nafnið „Þjóðólfur" á húsinu hinum megin. Það minnti mig á gamla góða Fouqué og skáldsögu hans „Þjóðólfur íslendingur". Ég held í raun og veru, að þetta hafi verið fyrsta bókin, sem vakti hjá mér áhuga á þessu dásamlega landi og bjó mig undir að geta metið að verðleik- um hinar sönnu Islendingasögur.8 5 Disney Leith skrifaði um Swinburne bókina The Boyhood of A. C. Swinburne. Sbr. Hare, Humphrey: Swinbume. A biographical Approach. London 1949, bls. 5, 91-92. 6 Ferðabók dr. Helga Pjeturss. Reykjavík 1959, bls. 313-315. 7 „Mrs. Disney Leith." Fjallkonan 26. apríl 1901, bls. 2; Um Njáluþýðingu Dasents sjá Andrew Wawn: „The Assistance of Icelanders to George Webbe Dasent.“ Landsbókasafn íslands. Árbók 1989, bls. 73-92. 8 Leith, Disney: Three Visits to Iceland. London 1897, bls. 23.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.