Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Síða 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Síða 42
42 GUNNAR HARÐARSON nemendur hans og má þar meðal annars nefna Jónas Hallgríms- sonograunar Fjölnismenn alla. 20.júní 1822 kvændst hann Helgu Benediktsdóttur Gröndal, og af börnum þeirra er skáldið og fjölfræðingurinn Benedikt Gröndal án alls efa langþekktastur. Háskólinn í Breslau í Prússlandi veitti Sveinbirni doktorsnafnbót 17. nóvember 1843, og árið eftir var hann gerður að heiðursfélaga í Hinu íslenska bókmenntafélagi. Veturinn 1845-46 dvaldist hann í Kaupmannahöfn vegna undirbúnings að stofnun Lærða skólans í Reykjavík. Skólinn var settur þá um haustið og varð Sveinbjörn fyrsti rektor hans. Eftir pereatið 1850, þegar skólapiltar gengu um bæinn í uppreisnarhug og hrópuðu niður góðborgara bæjarins og einkum þó rektor lærða skólans, sigldi hann til Danmerkur í því skyni að rétta hlut sinn gagnvart öllum aðilum og var „settur aptur í öll sín réttindi óskert.“ Sama ár sótti hann um lausn frá embætti með fullri sæmd og fékk hana árið eftir. Hann lést ári síðar, 17. ágúst 1852, 61 árs að aldri. Ritstörf Sveinbjarnar voru að miklu leyti tengd kennslu hans í Bessastaða- og Reykjavíkurskóla. Sem grískukennara bar honum að lesa með nemendum sínum helstu verk forngrískra höfunda, og er þekktasta verk hans, þýðingarnar á Hómerskviðum, afrakst- ur þeirrar kennslu. í Bessastaðaskóla var það venja að kennarar lásu fyrir nemendum útleggingu á íslensku yfír þá höfunda sem þeir kenndu, skýrðu síðan textann málfræðilega eða efnislega og hlýddu skólasveinum yfir. Nemendur skrifuðu þessar útleggingar niður og gengu þær síðan í afskriftum frá manni til manns. Þegar Sveinbjörn hóf að prenta lausamálsþýðingu sína á Odysseifskviðu í Boðsritum Bessastaðaskóla, lét hann ávallt prenta þá kafla sem lesa átti í skólanum um veturinn svo að nemendur gætu nýtt sér þá við grískunámið. Þetta kennslufyrirkomulag hélst á Bessastöðum og framan af í Lærða skólanum í Reykjavík, en var lagt niður eftir rektorstíð Sveinbjarnar. Þegar Steingrímur Thorsteinsson kom að skólanum í lok 19. aldar tók hann upp gamla lagið að nýju, enda hafði hann verið nemandi Sveinbjarnar og vanist við fyrirkomulag hans.3 3 Ýmsar skólaþýðingar Steingríms Thorsteinssonar eru varðveittar í Landsbókasafni og hafa sumar verið prentaðar; til að mynda eru Málsvörnin og Krítón í ritinu Síðustu dagar Sókratesar, \ Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags, að stofni til slíkar skóla- þýðingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.