Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 64
64
SVEINBJÖRN EGILSSON
viljandi, því mér líkaði ekki efnið. Þar næst: Jeg levet har i mange
Aar, það man eg ei hvört eg sá meðal blaða hans, þó kann það að
vera; en eg vildi ei taka danskar bögur. „Barrere var bizarr" hefí eg
víst; ef mig rétt minnir, kemur þar næst: bundinn því að sá hundur,
hátt upp á herðatopp - á Hagbarðar meri varð; og svo er Pitt seinna
látinn „sagla við hennar tagl“. Eg hefi sleppt vísunni með vilja, eins
og ýmsum fleirum, og þó fallegar væru: illt veri jafnan Einari kút,
og Leirár Manga, samt Paródí yfir Espolíns Dedication framan á
Gamni og alvöru, item: Sumargjöf er svínadraf etc:, sem, þó þær
séu vel kveðnar, innihalda þó rangan dóm og meiðandi meiningu.
Sálminum: „Nú gengur sól“ hefi eg gleymt, það er satt, en mér
fínnst hann, sem eiginlegur andagtar sálmur, ekki eiga við þetta
safn, hvar flest er veraldlegt, þó sumt sé philosophiskt. Það sem
þér segið að vanti í brotið de raptu Proserpinæ hefi eg. Það sem
prentað er var hreinskrifað af Gröndal sjálfum og endaði þar sem
það prentaða; en á lausum miða fann eg uppkast með framhaldi, á
að giska prentaða 1 eða D/2 blaðsíðu; en það var ófullkomnað, svo
eg ei tók það. Til alls þessa þykist eg hafa haft fullkomin rök. En
þegar þér hér næst segið: „hvört útgáfan er prentuð eftir þeim
áreiðanlegustu handritum, skal eg láta ósagt“, þá er annað hvört, að
þér áttuð að láta það ósagt, ef þér ekki meintuð það, ellegar ef þér
meinið það, þá gerið þér mér órétt; því eg hafði, eins og þér vitið,
Gröndals eiginhandarrit; og þar þér hljótið að álíta þau per se
áreiðanleg, þá meinið þér annað hvört, að eg hafi verið sá asni að
kunna ekki að brúka þau, ellegar þér efist um ráðvendni mína að
hafa fylgt þeim trúlega. Annað hvört verðið þér að sanna þetta,
ellegar taka þessa klausu burt úr yðar præmissis. Þar næst nefnið
þér, sem heyrandi undir sama höfuðstykki: a) að formatið sé
nirfilslegt; b) a<b prentunin lýsi sér sjálf. Það var að sönnu satt, að eg
mátti ráða formatinu, en eg má játa að eg í þessu fylgdi tilsögn
prentarans, sem þótti það betur eiga við og verða fullfallegt, þar
þetta væru ei nema 10 örk að hafa það í 12°, hvar við kverið varð
nokkuð þykkra heldur en í 8vo. Vilduð þér kannske hafa haft það í
4to eða folio? Hallgrímskvæði eru í sama formati, og heftr enginn
fundið að. Hvað prentun áhrærir er hún svo góð sem hún getur
orðið hér. Það er satt, hún hefði orðið betri, ef utanlands hefði
verið prentað; en eg vildi sjálfur lesa korrektúruna og trúa ei
öðrum fyrir því. Þér getið ei um hvörnin frágangur hennar er, sem
þér áttuð þó að gera, þar þér sýnist að hafa viljað koma við allt; og
hún og manuscriptum undir prentun var mitt eiginlega verk