Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Qupperneq 72
72
SVEINBJÖRN EGILSSON
skall um iðra stall, öfund hans að kæla. Pað er artin þræla, í
þrekknum sig að bæla, lygum æla, lastmæla. Aðrar þér - ef eftir
mér - allar vilduð stæla, soddan væri sæla, sagði hún Skitinhæla."
f) Ráðlegginguna eftir Stolberg skrifaði eg aldrei upp (hún var
svo löng) og brenndi hana með hinum blöðunum, eftir tilmælum
tengdam. minnar, þar eg líka vissi, að þér höfðuð hana. Eg fyrir
mitt leyti hafði einhvurja óbeit á því frelsisgutli, sem mér fannst
vera í originalnum. Hún hefði verið góð í Fjölner.
g,h) Jeg levet har i mange Aar og Vor Hane gik man eg ei eftir; eg sá
eitthvað á dönsku í blöðunum, en hirti ei um það, af því það var á
dönsku.
Loksins legg eg hér með það sem eg hefí uppteiknað af þeim
lausu seðlum og sem ekki var prentað.
Meira hef eg ekki til að tína að sinni, og verð að lokum að biðja
yður auðmjúklega forláts á öllu þessu kjaftamagni, óskandi yður
allrar lukku og ánægju á nýbyrjuðum vetri.
Yðar hávelborinheita
einl. elskari og auðmjúkur þénari
S:Egilsson
NB Parodiam Grs yfir Espólíns vísur framan við Gaman og
alvöru finn eg nú ekki; eg skal senda hana seinna; hún hefir flækst
innan um ruslið í skrínunni, S:E.
hún átti að vera í ljósbláum umslagspappír með Grs hendi, mjög
lúnum, og slæm aflestrar; eg hafði haldið conseptinu óvart, en
aldrei afskrifað það.
Utanáskrift vantar. Undir dagsetningu stendur: Sv. 23.(?) apr. 1837.
Siggeiri: Siggeir Pálsson; Á. Böðvarss.: Séra Árni Böðvarsson prestur og skáld; var.
lect. (= variae lectiones): mismunandi leshættir; ton: grískt orð sem merkir við;
Pállyðar: Páll Pálsson skrifari Bjarna amtmanns; metrum: bragarháttur; epithetum:
lýsingarorð; videsis: ef þú vilt skoða; Must. mann.: Musteri mannorðsins eftir A.
Pope; ult. (= ultima): síðasta; Carrikatúr: skopteikning; Plautus: Rómverskur
gamanleikjahöfundur uppi meira en öld fyrir Krists burð; Parodiam: skopstæl-
ingu; conseptinu: uppkastinu.
Eyvindarst. 19.jún. 1837.
Hávelborni herra amtmann!
Yðar elskufulla bréf af 20. apr., sent frá yður 24. maí, fékk eg í
gær og hefi setið við þetta bréf í dag til að ná í póstinn. Eg þakka