Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 96

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 96
96 LANDSBÓKASAFNIÐ 1992 þá færi að skoða þar nokkur ný bókasöfn, en aðalefni þingsins voru hin nýju viðhorf í samvinnu Evrópuríkja og áhrif þeirra á starfsemi bókasafna. Hildur G. Eyþórsdóttir sótti síðar á árinu, í ágúst, ársþing IFLA, er haldið var í New Delhi á Indlandi. En Hildur er formaður Bóka- varðafélags Islands. NEFNDASTÖRF Landsbókasafn átti að vanda fulltrúa í ýmsum nefndum. Nanna Bjarnadóttir sat í gömlu flokkunarnefndinni. Hún átti einnig ásamt Hildi G. Eyþórsdóttur og Önnu Jensdóttur sæti í samstarfshópi um skrán- ingu, og allar sitja þær samráðsfundi um heildarsamvinnu bók- hlöðusafnanna ásamt forráðamönnum þeirra. Hildur, Anna og Regína Eiríksdóttir starfa í vinnuhópi um Gegni. Þorleifur Jónsson var íslenzki fulltrúinn í NOSP. Landsbókavörður var formaður byggingarnefndar Þjóðarbók- hlöðu og átti sæti í sérstakri samstarfsnefnd um hana. LOKUN Lestrarsölum Landsbókasafns var lok- LESTRARSALA að 9.-30. júní vegna sérstaks tölvuvæð- ingarátaks, er batt að kalla allt starfslið safnsins. Lokunin sætti svo sem vænta mátti nokkurri gagnrýni, en reynt var að leysa vanda ýmissa gesta, að því leyti sem eftir var leitað og við varð komið. Aðalverkefni starfsliðsins þessa daga var að líma strikalet- ursmiða á hluta hins erlenda ritakosts safnsins og tengja hann þannig hinu nýja tölvukerfi. SÝNINGAR Nokkur gömul Reykjavíkurkort voru léð á sýningu, er hófst í Galleri Borg 29. marz og haldin var á vegum Arbæjarsafns í samvinnu við Borgar- skipulag Reykjavíkur. Efnt var til sýningar í tilefni níræðisafmælis Halldórs Laxness 23. apríl, og voru þar sýnd ýmis handrit skáldsins og nokkrar prentaðar bækur. Sýning stóð sumarmánuðina og út september helguð bókagerð- armanninum og bókaútgefandanum Hafsteini Guðmundssyni, er varð áttræður 7. apríl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.