Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 96
96
LANDSBÓKASAFNIÐ 1992
þá færi að skoða þar nokkur ný bókasöfn, en aðalefni þingsins
voru hin nýju viðhorf í samvinnu Evrópuríkja og áhrif þeirra á
starfsemi bókasafna.
Hildur G. Eyþórsdóttir sótti síðar á árinu, í ágúst, ársþing IFLA,
er haldið var í New Delhi á Indlandi. En Hildur er formaður Bóka-
varðafélags Islands.
NEFNDASTÖRF Landsbókasafn átti að vanda fulltrúa í
ýmsum nefndum. Nanna Bjarnadóttir
sat í gömlu flokkunarnefndinni. Hún átti einnig ásamt Hildi G.
Eyþórsdóttur og Önnu Jensdóttur sæti í samstarfshópi um skrán-
ingu, og allar sitja þær samráðsfundi um heildarsamvinnu bók-
hlöðusafnanna ásamt forráðamönnum þeirra. Hildur, Anna og
Regína Eiríksdóttir starfa í vinnuhópi um Gegni.
Þorleifur Jónsson var íslenzki fulltrúinn í NOSP.
Landsbókavörður var formaður byggingarnefndar Þjóðarbók-
hlöðu og átti sæti í sérstakri samstarfsnefnd um hana.
LOKUN Lestrarsölum Landsbókasafns var lok-
LESTRARSALA að 9.-30. júní vegna sérstaks tölvuvæð-
ingarátaks, er batt að kalla allt starfslið
safnsins. Lokunin sætti svo sem vænta mátti nokkurri gagnrýni, en
reynt var að leysa vanda ýmissa gesta, að því leyti sem eftir var
leitað og við varð komið.
Aðalverkefni starfsliðsins þessa daga var að líma strikalet-
ursmiða á hluta hins erlenda ritakosts safnsins og tengja hann
þannig hinu nýja tölvukerfi.
SÝNINGAR Nokkur gömul Reykjavíkurkort voru
léð á sýningu, er hófst í Galleri Borg 29.
marz og haldin var á vegum Arbæjarsafns í samvinnu við Borgar-
skipulag Reykjavíkur.
Efnt var til sýningar í tilefni níræðisafmælis Halldórs Laxness
23. apríl, og voru þar sýnd ýmis handrit skáldsins og nokkrar
prentaðar bækur.
Sýning stóð sumarmánuðina og út september helguð bókagerð-
armanninum og bókaútgefandanum Hafsteini Guðmundssyni, er
varð áttræður 7. apríl.