Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 99
LANDSBÓKASAFNIÐ 1992
99
geta einbeitt sér að starfi með hönnuðum og aðdráttum margvís-
legra gagna, er að haldi kæmu við lokaákvörðun innri tilhögunar í
bókhlöðunni.
Menntamálaráðuneytið veitti í samráði við fjármálaráðuneytið
heimild til þess snemma á árinu, að ráðstafað yrði úr bókhlöðu-
sjóði 8 milljónum króna til eflingar starfsliði safnanna, svo að þau
réðu betur við hin miklu sameiningarverkefni, er á þeim hvíldu.
Komu 3 m. af þessu fé í hlut Landsbókasafns, en 5 m. í hlut
Háskólabókasafns. I nóvember fengu svo hvort safn 3 m.kr. til
viðbótar í þessu skyni, og var það hluti endurgreidds virðisauka-
skatts af tæknilegri þjónustu við bókhlöðuna, er ráðuneytin féllust
á, að varið yrði til eflingar starfsliði safnanna.
Hinn 20. október var efnt til málþings um Þjóðarbókhlöðu, og
sóttu það 22 manns, m.a. Ólafur G. Einarsson menntamálaráð-
herra. Var þar rætt um stöðu mála og þau verkefni, er framundan
væru. Fundurinn var hinn gagnlegasti og lauk með því, að gengið
var yfír í bókhlöðuna til að sjá, hve framkvæmdum liði.
Landsbókasafni íslands, 1. ágúst 1993
Finnbogi Guðmundsson.