Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Side 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Side 11
BÓKAÚTGÁFA PÁLS SVEINSSONAR 11 upp sölumönnum sem víðast um land, og slíkt var ekki auðvelt verk. Fyrir útgefanda búsettan í Kaupmannahöfn var torvelt að fylgja þeim málum eftir á þann hátt sem þurfti. Sú varð og brátt raunin hjá Páli Sveinssyni, að óseld upplög bóka hrúguðust upp, ýmist á lagernum hjá honum sjálfum eða sölumönnum heima á íslandi. í erfíðu árferði, sem oft var á þessum tímum, voru bókakaup eitt hið fyrsta, sem menn spöruðu við sig. Árið 1862 gaf Páll ekki út annað en fjórða árgang Nýrrar sumargjafar og eitt hefti af Þúsund og einni nótt. Næstu tvö ár þrengdi enn meira að. Þá hélt hann að vísu áfram útgáfu Þúsund og einnar nætur, en sá sér ekki fært að gefa neitt annað út, jafnvel útgáfa Nýrrar sumargjafar lá niðri. En Páll sat ekki auðum höndum. Hann vann sleitulaust við bókbandið og tókst smám saman að grynnka töluvert á skuldum sínum. Og það er honum mikið kappsmál að Ijúka útgáfu Þúsund og einnar nætur. En bóksalan á íslandi er Akkillesarhæll útgáfustarfsins. Aðal- umboðsmaður forlagsbóka Páls þar er starfsbróðir hans, Egill Jónsson bókbindari í Reykjavík. Þykir Páli hann ekki framtakssam- ur og heldur svifaseinn, en á þó ekki í önnur og betri hús að venda. Sitthvað reyndi og Egill fyrir sér um sölu bóka. Reyndist árangur viðunandi, þá sjaldan hann átti þess kost að ráða duglega sölumenn til starfans. Er til lýsing Sigfúsar Blöndals bókavarðar á sölustarfsemi þessara ára, en hann var þá ungur og upprennandi bókaunnandi norður í Skagafirði. Sigfús segir: „Egill Jónsson bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík sendi árlega um tíma Pétur skólapilt Guðmundsson, er síðar varð prestur í Grímsey, með þrjá koffortahesta með sölubókum norður til Skagafjarðar. Það voru útgáfur Páls Sveinssonar. Pétur seldi okkur unglingunum þær fyrir peninga, ef þeir voru til, annars borguðum við með réttarlambi í Stafnsrétt. Réttarlamb átti hver piltur og stúlka, þótt þau væru ekki rík. Ef tófan hafði tekið eina lamb unglingsins, kom faðir hans til. Hér heima kom mest út af guðsorðabókum. Rímnaöldin var að hverfa úr þjóðlífinu. Við lásum með elju, hrifningu og aðdáun bækur Páls Sveinssonar. Svo komu íslenskar þjóðsögur. Þessar bækur urðu svo gleði og þjóð- arstolt allrar hinnar ungu kynslóðar.“ í ýmsum héruðum leitaði Páll Sveinsson fyrir sér meðal presta og annarra fyrirmanna um að annast bókasölu í sinni sveit. Undirtektir voru víst fremur dræmar, og þeir sem tóku starfið að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.