Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 2
Fjármálaásfandið er ekki golt — segir fjármálaráðherrann Skömmu eftir að núverandi rikisstjórn var skipuð í febr. s.l., sendi „Frjdls Verzl- un“ tveim ráðherranna, viðskiptamálaráð- herra og fjármálaráðherra, bréf, þar sem spurzt var fyrir um vcentanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og horfur i ýmsum mál- um, er falla undir stjórnardeildir pessarra ráðherra. Jóhann Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra, hefur nú þegar sent svör við spurningum vorum og birtast þau hér. Vér þökkum ráð- herranum ágœtar undirtektir við erindi vorl og sömuleiðis Emil Jónssyni, viðskiptamála- ráðherra, sem hefur haft góð orð um að senda oss svör sin innan skamms. Vcentan- lega birtast þau i nœsta hefti. — Eru fyrirhugaðar nokkrar breytingar i skatta- og tollamálum, og ef svo kynni að vera, þá hverjar? — Vegna sívaxandi útgjalda ríkisins, m. a. í sambandi við hina nýju tryggingarlöggjöf. fram- kvæmd fræðslulaganna og fleiri laga, sem sam- þykkt hafa verið hin síðustu ár, og svo til þess að greiða niður íslenzkar afurðir, sem hafa mik- il áhrif á vísitöluna, verður ekki hjá því komizt að afla ríkissjóði aukinna tekna. Enn er eigi fullráðið hvaða leiðir verða í því farnar. — Hvað er framundan í sjávarútvegsmálun- um? Má vœnta, af rikisstjórnarinnar hálfu, til- lagna um raunhœfari aðgerðir en þazr, er til bráðabirgða voru gerðar á Alþingi i des. s. I. ? — Hvað sem ríkisstjórnin kann að gera eða láta ógert í því efni, er það víst að framleiðsl- unni verður eigi til langframa haldið uppi á þann veg að ríkissjóður taki á sig alla áhættuna. Neyðarúrræði það, sem horfið var að seint á s. 1. ári, má ekki endurtaka. Að því var horfið Jóhann Þ. Jósefsson. fyrir ákafar kröfur útgerðarmanna við Faxa- flóa, sem hafa ekki að því er virðist gert sér það ljóst að afleiðing slíkrar ríkisábyrgðar getur orð- ið sú, að reksturinn færist yfir á hendur ríkisins. Það fyrirkomulag telja víst fáir, og jafnvel ekki kröfumennirnir sjálfir, heppilegt. Þessir menn, sem á s. 1. hausti ekki töldu sig geta gert út bát- ana né rekið hraðfrystihúsin án ríkisábyrgðar, hafa þá afsökun að vísu, að þeir verða að keppa við aðra aðila um fólkið, aðila sem bjóða hátt kaup og örugga vinnu, t. d. við húsabyggingar, svo aðeins eitt atriði sé nefnt. — Hver telur ráðherrann að verði helztu markaðslöndin fyrir sjávarafurðir vorar á þessu ári? Verður leitað nýrra markaða, t. d. i Banda- rikjunum? — Á þessu ári verður reynt að fá þolanlega samninga um sölu á helztu sjávarafurðum vor- um við hin sömu viðskiptalönd vor, sem skipt var við á s.l. ári, þ. e. við England og Rússland. Annars eru viðskipti hafin að nýju við Ítalíu. Til Hollands, Tékkóslóvakíu, Frakklands og Póllands verður einnig reynt að selja afurðir vorar. Sömuleiðis til Svíþjóðar og Danmerkur. Spánar- og Portúgalsviðskipti eru líka til athug- unar. Á öllum þessum stöðum gildir það nú í ríkara mæli en áður, að keppinautar vorir bjóða sömu vöru með lægra verði en íslendingar. Leit- ast verður við að afla nýrra markaða og eru söl- ur, þótt í smáum stíl sé, þegar að komast á, t. d. til Palestínu (fiskimjöl). Bandaríkin í Norður-Ameríku kaupa jafnan þorskalýsi, niðurlagða síld, og síld í tunnum, 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.