Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 22
Frá Prag. Forsetahöllin. ust framleiðsluafköst iðnaðarins til lengri tíma. Stjórn og skipulag sýningarinnar var í hönd- um iðnaðar- og utanríkisverzlunarráðuneytisins, og setti það þau skilyrði fyrir þátttöku í sýning- unni, að þau ein iðnaðarfyrirtæki kæmu til greina, sem fullnægðu vissum vörugæðum og af- kastamagni. Voru síðan fagmenn látnir dæma um þátttökuhæfni fyrirtækjanna, samkvæmt þessu. Má segja okkur til hróss, að sárafáum fram- leiðendum var vísað frá þátttöku. Nú þegar er hafinn undirbúningur að annarri slíkri sýningu, sem fram á að fara í Prag á næsta vori, og vænti ég þess að árangur hennar verði ekki síðri en hinnar fyrri. Má búast við að vöru- úrval verði þar enn meira en í fyrra. — Hvað sýnist yður um íslenzk-tékknesk við- skipti? — Viðskipti milli íslands og Tékkóslóvakíu voru næsta óveruleg fyrir síðustu heimsstyrjöld. Tékkóslóvakía flutti þá inn dálítið af íslenzku síldarlýsi, fiski, ull og grávöru og greiddi með vefnaðarvöru og skófatnaði. Faðir minn hóf við- skipti við ísland fyrir 18 árum og mun vera ein- hver fyrsti tékkneski framleiðandinn, sem selur íslendingum vörur. Þannig mun fyrsta leikfimi- skósendingin, sem til íslands barst, hafa komið frá verksmiðju minni, en hún framleiðir einkum slíka skó, „HIP-HOP“. Þegar svo löndin gerðu með sér viðskiptasamn- ing nú eftir styrjöldina, tókust talsverð viðskipti þeirra í milli. Af íslenzkri framleiðslu flutti þá Tékkóslóvakía aðallega inn liraðfrystan fisk og síldarlýsi, og hafa báðar þessar vörutegundir hlotið lof tékkneskra neytenda og framleiðenda. Á hinn bóginn getur Tékkóslóvakía afgreitt til íslands fjölda vörutegunda, allt frá nöglum til hafnartækja og verksmiðjuvéla, svo að eitthvað sé nefnt. Eina ástæðan fyrir hægfara viðskiptum nú sem stendur er sú, að allmargar greinar tékk- neska iðnaðarins eru þegar ofhlaðnar af pönt- unum, svo að nokkur dráttur á afgreiðslu til ís- lands er óhjákvæmilegur. Af þessunt sökum væri heppilegt að íslenzkir innflytjendur sæktu vörusýninguna í Prag á næsta vori, til þess að afla sér viðskiptasambanda. Góðar horfur virðast vera á viðskiptum milli landa okkar í framtíðinni, þar sem þau geta skipzt á nauðsynlegum varningi til gagnkvæmra hagsmuna. — Hvernig lízt yður umhorfs hér á landi? — Hinn hái lifnaðarmælikvarði ykkar á flest- um sviðum hlýtur að verða undrunarefni hverj- um éitlendingi. Ókunnugir hafa tilhneigingu til að ímynda sér að ísland sé fátækt og á frum- stæðu þróunarstigi, vegna hinnar afskekktu legu þess, en það er nú öðru nær. Mér finnst land ykkar, að mörgu leyti líkjast föðurlandi mínu, og eftir kynningu minni eru íslendingar fram- úrskarandi vingjarnleg og elskuleg þjóð. Það er því ekki að undra, að ég kann afbragðs vel við mig hér, rétt eins og heima hjá mér. Stundum kemur það fyrir, þegar ég er á ferðalögum út um land, að mér finnst ég þekkja fjöllin og dalina, enda þótt ég hafi aldrei fyrr stigið þar fæti. Hin óblíða náttúra landsins og harðsótt hafið hafa án efa verið þjóð ykkar góður lífsskóli og mótað hana í anda dugnaðar og traustrar skapgerðar. Ég hef ekki enn haft næg tækifæri til að kynn- ast íslenzku bókmennta- og listalífi, þar sem er- indi mitt hingað var fyrst og fremst viðskipta- legs eðlis, en ég vona að geta hér eftir bætt úr því að nokkru. Ég hef samt farið á málverka- sýningu Kjai'vals og er fullur aðdáunar á hinum stórbrotnu listaverkum hans. Ég er líka nýbúinn að afla mér nokkurra bóka eftir Halldór Kiljan Laxness, sent mér er sagt að sé fremsti rithöfund- ur ykkar. Ég er hæstánægður yfir komu minni hingað, bæði að því er snertir verzlunarerindi mitt og aðra viðkynnigu, og vil að endingu láta í ljós þá ósk, að viðskipti og viðkynning íslands og Tékkóslóvakíu blómgist og dafni báðum þjóð- um til farsældar. 22 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.