Frjáls verslun - 01.02.1947, Page 25
Arshátíð V. R.
V. R. hélt árshátíð sína laugard. 25. jan. s. 1.
að Hótel Borg. Samkoman liófst með borðhaldi
og var fylgt prentaðri dagskrá, sem var á þessa
leið:
1. Mannfagnaður settur: Form. félagsins. 2.
Alm. söngur: „Stillum nú strengi, harpan okk-
ar liljómi". 3. Minni verzlunarstéttarinnar: Egg-
ert Kristjánsson, stórkaupm. 4. Alm. söngur:
„Verzlun frjáls úr fjarrum hefir löndum“. 5.
Minni Islands: Sigurður Bjarnason, alþm. 6.
Alm. söngur: „Ég elska yður, þér íslands fjöll“.
7. Einsöngur: Jón R. Kjartansson, framkvstj. 8.
Húsbyggingarsjóður. V. R. 25 ára: Egill Gutt-
ormsson, stórkaupm. 9. Alm. söngur: „Þú stétt
vor unga, sterk og djörf“. 10. Minni félagsfánans:
Hjörtur Hansson, stórkaupm. 11. Alm. söngur:
„Metnaður félags". 13. Alm. söngur: „Fóstur-
landsins Freyja". 14. Upplestur: Brynjólfur ]ó-
liannesson, leikari. 15. Borðhaldi slitið og um
leið sunginn þjóðsöngurinn.
Ræðumönnum, einsöngvara og upplesara var
tekið ágæta vel.
•
Eins og sézt í dagskránni, átti liúsbyggingar-
sjóður V. R. 25 ára afmæli, og rakti núverandi
form. sjóðsins eignir hans og athafnir frá upp-
hafi vega og minntist þeirra manna, sem þar hafa
komið mest við sögu. Hér skal aðeins einn þeirra
tilgreindur, Sigurður Arnason fyrrv. kaupm.,
sem hefur verið gjaldkeri sjóðsins l’rá öndverðu
og annast fjármál hans af föðurlegri umhyggju
og samvizkusemi.
•
Þá bar og það til sérstakra tíðinda í þessarri
veizlu, að afhjúpaður var nýr félagsfáni, sem fn'i
Unnur Ólafsdóttir hefur gert. Er fáninn frábært
hagleiksverk og mun vera einn af alvönduðustu
félagsfánum, sem hér eru til. Feldurinn er úr
bláu silki og er nafn félagsins, stofnár og merki
(Merkúrmynd og hnattlíkan) saumað þar í með
gull- og silfurþráðum. Hjöi'tur Hansson fram-
kvæmdi afhjúpun fánans og flutti vígsluræðu,
þar sem hann lýsti fánamálum félagsins, en þetta
er þriðji fáninn, sem það lætur gera. Á eftir þess-
arri athöfn var sungið fánaljóð, er Baldur Pálma-
son hafði samið í þessu tilefni. Er það birt hér
að neðan.
•
Að aflokinni framangreindri dagskrá var dans-
að lengi nætur við glaum og gleði, og sannaðist
þar sem oftar að verzlunarmenn kunna manna
bezt að skemmta sér.
(----: >
FÁNASONGUR
Lag: Landið vort fagra.
MctnaSur félags er mark sér a8 reisa,
merkiS er hvöt til að ná því sem fyrst,
harðraunir margar til hagsœldar leysa,
— hika ei, þótt markið sé syðst eða nyrzt.
Merkúr! Þú síungi guð vorra gerða,
gleð oss og heyr þessi óskmœlin tvenn:
Löghelga fánann og lát liann svo verða
langborið tákn fyrir verzlunarmenn.
B. P.
„________________________________________________.
„Hver er munurinn á hámarki og lágmarki?“
„Lágmark eru vörurnar, sem við kaupum, en há-
mark er verðið, 'sem við borgum fyrir þær“.
FRJALS VERZLUN
25