Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 17

Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 17
á tímum, er að dreifa ókeypis inn á hvert heimili borgar eða bæjar, einu eintaki af viku- eða mán- aðarblaði, er aðallega eða eingöngu inniheldur auglýsingar, sem eru mun ódýrari en auglýsing- ar dagblaðanna. Þessi blöð eru oftast kölluð „Leiðarvísir kaupendanna“ eða „Verzlunartíð- indin.“ Markmið þessara blaða er að eitthvað sérstakt einkenni hverja auglýsingu. Og árang- urinn hefur orðið sá, að þeim, sem fá þessi blöð, þykja þau mjög skemmtileg. Ný og mikilvirk útgáfustarfsemi hefur svo vax- ið upp af þessari hugmynd, og er hún nefnd „Leiðarvísir kaupendanna í nágrenninu". Blaði þessu er dreift út meðal íbúa á svæði, sem eru í nokkuri fjarlægð frá aðal-verzlunarsvæðinu. Með þessu móti geta kaupmenn, sem verzla í ná- grenni við aðal-verzlunarsvæði, náð til fólksins í þeirra eigin umdæmi, þar sem þeir annars þyrftu að borga fyrir auglýsingar í mörgum blöð- um víða um borgina, en sem aðeins mundu gagna þeim til útbreiðslu í því nágrenni, sem þeir verzla í. Nýlenduvörusali, t. d. í norðurhluta einhverrar borgar, óskar ekki eftir að eyða peningum sínum í að auglýsa í suður-, austur- eða vesturhlutun- um, því að það er ákaflega ólíklegt að hann muni fá nokkur viðskipti þaðan. Hægt er að hafa auglýsingaverðið í þessum blöðum lægra, vegna hins tiltölulega litla útgáfu- kostnaðar. Ritstjórnarkostnaðurinn er sáralítill, því að blöðin flytja, oft ekkert efni ritstjórnarlegs eðlis. Þau efla sig sjálf og allur aukakostnaður er aðdráttarafl fyrir lesandann. Venjuleg dag- blaðastærð virðist hafa reynzt hentugust. 2. Háværar raddir hafa verið uppi meðal banda- rískra framleiðenda um að korna á fót allsherjar auglýsingamillilið, sem mun á stuttum tíma ná því takmarki, að verða lesinn á hverju heimili í landinu, því að það hefur sýnt sig að fólk vill lesa þau rit, sem því eru gefin. Þessi allsherjar auglýsinga-milliður væri t. d. sniðinn eftir fyrirkomulagi venjulegs tímarits, með mörgum myndum, áhrifamiklum auglýsing- um, svo og stuttum fræðilegum upplýsingum um vörur og framleiðslu. Slíkt tímarit kæmi út mánaðarlega og yrði dreift ókeypis inn á hvert einasta heimili. Það ætti ekki að Jourfa að hætta miklu fjár- magni í svona fyrirtæki. Sýnishorna-eintak og ágrip ráðagerðarinnar ætti að leggja undir úr- skurð auglýsendanna, og síðan ætti að tryggja samninga fyrir útgáfuna. Hægt væri að tryggja næga fyrirfram-samninga, til þess að borga með stofnkostnaðinn, og á þennan hátt væri hægt að koma áformunum í framkvæmd með sem minnstri áhættu, þótt stór séu. An efa eru til margir auglýsendur, er hafa áhuga á að gera tilraun með þessa hugmynd. 3. Þegar kaupmaður í nágrenni við stórt verzl- unarsvæði þarf að auglýsa, verður hann að standa í móti þýðingarmiklu vandamáli, í mörgum til- fellum. Að auglýsa í bæjardagblaði þýðir, að hann muni þurfa að borga auglýsingaverð, sem er miðað við stærð borgarinnar, en viðskipta- menn hans eru kannske takmarkaðir við 10% af flatarmáli hennar eða minna. í borg einni uppgötvaði háskólanemandi nokkur, að hann gæti grætt fé á að semja lista, er innihéldu sltrá yfir nöfn og heimilisföng allra íbúa á tilteknu verzlunarsvæði í nágrenni við aðalverzlunarsvæðið, og selja síðan eftirrit af þessurn listum til kaupmanna, er verzluðu á þessu tiltekna svæði, svo að þeir gætu notað hann í sambandi við beinar póstauglýsingar til íbú- anna. Með beinum póstauglýsingum er átt við þá aðferð, að kaupmaður á tilteknu svæði sendir íbúunum bréf í pósti með allskonar auglýsinga- miðurn, upplýsingum um vörur og verzlunina, svo og pöntunarlistum, sem þeir eiga að fylla út og endursenda kaupmanninum aftur, en hann borgar svarbréfið. Þessi aðferð hefir rutt sér mikið til rúms nú á seinni tímum og gefist vel, og mætti reyna hvernig hún gæfist hér á landi, því að með þess- ari aðferð nær kaupmaðurinn, persónulega, beinu sambandi við íbúana á svæði því, þar sem hann verzlar. G. Skrifstofumaðurinn: Afsakið, herra forstjóri. Konan mín skipaði mér að fara fram á kauphækkun við yður. Forstjórinn: Tja, ég skal spyrja konuna mína, hvort það sé hægt. FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.