Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 21
Bernard Shaw og Halldór Kiljan Laxness. Frá
fyrri tímum eru þekktust ritverk eftir Edgar
Allan Poe, Dostojevsky, Stevenson, Browning og
Alexandre Dumas.
— Hvað líður viðreisn landsins eftir styrj-
öldina?
— Einasta færa leiðin, til þess að vinna bug á
því hörmulega ástandi, sem mestallur iðnaður
landsins var kominn í á hernámsárunum, var
að taka rekstur hans á herðar ríkisins. Á þennan
hátt var einnig komið í veg fyrir að erlent fjár-
magn yrði allsráðandi í iðnaðinum. Allt var í
niðurníðslu, bæði fjárhagurinn og vélarnar
sjálfar. Þess vegna var samþykkt tveggja ára áætl-
un til viðreisnarinnar. Með kappsamri útflutn-
ingsframleiðslu í vissum iðngreinum hefur feng-
ist erlendur gjaldeyrir, sem notaður hefur verið
til hráefnakaupa í enn víðtækari mæli, og þannig
er fjárhagur ríkisins smám saman að réttast úr
kútnum. Réði miklu um tiltölulega öra endur-
sköpun iðnaðarins, að Tékkóslóvakía var eitt af
fyrstu Evrópuríkjuirum, sem gat framleitt sum-
ur vörutegundir til útflutnings, svo og það, að
tékknesk iðnaðarvara var að góðu kunn á heims-
markaðinum.
Þetta leiddi skiljanlega af sér það, að pantanir
lrlóðust til verksmiðjanna í margföldu hlutfalli
við afköstin, og er það ástæðan fyrir því að
margar iðngreinar geta nú eigi afgreitt vörur sín-
ar nema með löngum fresti.
— Hvernig ganga viðskiptin við útlö?id?
— í júníbyrjun 1945 var einna helzt útlit fyrir
að engin útflutningsverzlun yrði hugsanleg í
Frá borginni Zlin. Háslcólahvcrji'5.
Myndin viS fyrirsögnina cr einnig frá Zlin.
bráð, þar sem heita mátti algjör skortur á hrá-
efnum, vélum og skipulagi. En hjálparstofnun
Sameinuðu þjóðanna, UNRRA, hljóp þar rausn-
arlega undir bagga, svo að auðið var að hefja
nokkra útflutningsverzlun seinni hluta þess árs,
og var þá um leið grundvöllurinn lagður að
kaupum á auknum vélakosti til nýsköpunar at-
vinuveganna.
I tveggja ára áætluninni var framleiðsla lands-
ins vandlega skipulögð í samræmi við afkasta-
getu iðngreinanna. Verksmiðjunum var m. a.
skipt niður í þrjá flokka:
a) Þær, sem mesta höfðu möguleikana til
framleiðslu á eftirsóttum útflutningsvörum, voru
skyldaðar til að auka afköst sín eftir fremsta
megni.
b) Þær, sem fengust við framleiðslu á nauð-
synlegum og ónauðsynlegum vörum fyrir innan-
landsmarkaðinn að mestu leyti, voru skyldaðar
til framleiðslu að vissu lágmarki, en aukning
þeirra er ekki talin æskileg þar fram yfir.
c) I þessum flokki eru verksmiðjur, sem skort-
ir fé til öflugrar starfrækslu. Þeim er gert að
skyldu að hagnýta hréefnabrigðir sínar og vélar
með þjóðarhag fyrir augum, eða láta reksturinn
af hendi við útflutningsframleiðendur (a-flokk),
ef þörf gerizt.
Framleiðsla tékkneska iðnaðarins mun því,
samkvæmt þessarri skipulagningu hans, leita
þeirra markaða, sem geta látið í móti koma hrá-
efni og aðrar nauðþurftir. Öll utanríkisverzlunin
mun einvörðungu verða rekin á einka-viðskipta-
legum grundvelli, og verður viðhaft útflutnings-
og innflutningsleyfaskipulag til mats á nauðsyn
framleiðsluvara og hráefna.
— Hvað er tiðinda frd vörusýningumii i Prag
d s. I. sutnri?
— Sýningin tókst með ágætum og bar tékk-
neska iðnaðinum gott vitni. Var þar sýnilegt að
tékknesk framleiðsla hafði ekki týnt innihaldi
sínu og gæðum, þrátt fyrir niðurlægingu sína á
stríðsárunum. Þegar á fyrstu dögum sýningar-
innar gerðu útlend fyrirtæki risastórar vörupant-
anir, einkum sænsk, ensk og svissnesk fyrirtæki,
og jafnframt leituðu þau eftir einkaumboðum í
stórum stíl. Var þarna stofnað til margra hag-
kvæmra viðskiptasambanda, þar eð öll þessi
lönd geta afgreitt mikið af hráefnum, sem tékk-
neski iðnaðurinn þarfnast. Á þennan hátt bund-
FRJÁLS VERZLUN
21