Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 36

Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 36
gera ráð fyrir, þar sem innflutnings- og gjaldeyrisleyf- in frá árinu 1946 framlengdust sjálfkrafa til 25. jan. 1947. Hins vegar tafðist afgreiðsla á nokkrum hluta pöntunarinnar, þ. e. 110 volta jafnstraums-perum fyrir skip og báta, þar til um mánaðamótin jan.—febr. Var því ekki um annað að gera heldur en sækja um fram- lengingu leyfanna, og var svo gert á þeim tíma, er aug- lýstur hafði verið. Með framlengingarbeiðninni til Við- skiptaráðs fylgdi frásögn af því, hvernig í málum lægi. Þrátt fyrir þetta neitar Viðskiptaráðið framlengingu og hefur síðan tvisvar sinnum neitað um leyti fyrir þeirri upphæð, sem þarf til þess að leysa inn kröfuna fyrir perunum. Þetta hefur ráðið gert eftir endur- teknar bréflegar og munnlegar skýringar og þótt lögð hafi verið inn ógild og ónotuð leyfi fyrir hærri upphæð en um er beðið. Er ráðstöfun þessi hin furðu- legasta og raunar alveg óskiljanleg. Er ekki annað af henni að sjá en Viðskiptaráð sé vísvitandi að auka á erfiðleikana í sambandi við innflutningsverzlunina, og virðast þeir þó vægast sagt nægilegir fyrir. En mál eins og hér um ræðir hafa einnig aðra hlið, og er það sú, sem snýr að hinum erlendu viðskipta- vinum. Þeir, sem fengist liafa við innflutning síðustu árin, vita hversu eftirspurnin erlendis er mikil og vax- andi eftir öllum nauðsynjavörum. Verði íslenzkum kaupsýslumönnum það á, að geta ekki staðið í skilum við erlenda viðskiptamenn sína, fá þeir að sjálfsögðu á sig það orð, að þeim sé ekki treystandi né seljandi. f tilfellinu, sem hér að framan er lýst, hefur nú banki sá, sem kröfuna fyrir vörunum fékk til innheimtu, tilkynnt hinu brezka ljósaperufirma, að hinn íslenzki kaupandi hafi ekki greitt kröfu sína enn. Hvaða áhrif þetta kann að hafa á framtíðarviðskipti þessarra tveggja aðilja, er hér eiga hlut að máli, skal engu um spáð, en séu mörg dæmi hliðstæð þessu, verður ekki hjá því komizt, að álit íslenzkrar verzlunarstéttar bíði mikinn hnekki, og er það mjög alvarlegt mál fyrir þjóð, sem nýlega hefur öðlast sjálfstæði og óskar eftir að taka þátt í viðskiptalegu samstarfi þjóða í millum. UNDANFARIÐ HEFUR MÖRGUM orðið tíðrætt um iðgjaldahækkun Landssímans, sem gerð var um s. 1. áramót ásamt með þeirri tilskipun að hún verk- aði einnig marga mánuði aftur fyrir sig. Það er ekki að ófyrirsynju að slík starfsaðferð sé vítt, því að hún á sér sennilega engin fordæmi nema þá í eigin barmi, en þessi mun liafa verið hátur Lands- símans um mörg ár. Hvernig stendur á því að ríkisstofnun er öðrum fremur heimilað að beita slíkum bolabrögðum? Og hvernig stendur yfirleitt á því, að enn skuli þurfa að hækka símagjöldin eftir ca. tveggia ára hlé, þrátt fyrir sívaxandi notkun símans? Ástæðan hlýtur að felast í rekstursfyrirkomulagi stofnunarinnar. Alþingi mun hafa skipað nefnd til að rannsaka rekstur Landssímans, og að sögn hafa þeir hinir vísu nefndarmenn rekið augun í eitt og annað, sem kom þeim spánskt fyrir sjónir. M. a. mun Landssíminn tíðka að færa ýmis stofngjöld í einu lagi á rekstursreikning Jress árs, er þau fyrst koma fram, í stað þess að dreifa þeim niður á mörg ár til afskriftar. Vöruhirgðir munu lítt taldar til eigna og yfirleitt reynt að færa eins lítið og hægt er milli ára. Sé þetta rétt, er ekki að undra þótt við ársuppgjör komi fram reksturstap á „lieila klabbinu“, ekki sízt ef símaframkvæmdir liafa verið miklar á árinu, eins og t. d. á hinu síðasta. Hér Jjarf að spyrna á móti. Hin þingkjörna rannsóknarnefnd þarf að gefa stjórn Landssímans „uppskrift“ að því, hvernig fyrirtæki eru rekin án þess að seilzt sé í síðasta eyri viðskiptamanns- ins. Hvernig væri annars að fela verðlagseftirlitinu að hafa hönd í bagga með gjaldskrá ýmissa ríkisstofnana á sama hátt og einkafyrirtækja? Framhaldsaðalfundm* V. R. Á framhaldsaðalfundi V.R., sem fram fór 24. febr. s.l., voru m. a. gerðar þessar lagabreytingar: 3. gr. II. (breyting): Að beita sér fyrir því, að gerð- ir séu samningar um kaup og kjör meðlima sinna og að félagsmenn sitji fyrir verzlunaratvinnu, með eigi lægri launum en gildandi launasamningar á hverj- um tíma ákveða. 3. gr. V. (innskot): Hver sá, er gerizt meðlimur félagsins, tekur sjálfkrafa sæti í þeirri deild, sem starf hans fellur undir, sé slík deild starfandi innan félags- ins. Á sama hátt flyzt hann milli deilda, ef hann skiptir um starf. 5. gr. (viðbót) : Ennfremur geta byrjendur í verzl- unarstétt, sem náð hafa 16 ára aldri, en ekki upp- fylla framangreind skilyrði, orðið félagsmenn (auka- meðlimir), en þó án atkvæðisréttar. 15. gr. (ný): Félagið er lögformlegur samningsað- ili um launakjör verzlunarmanna á félagssvæðinu. 16. gr. (ný): Launakjaranefnd hefur með höndum samninga um kaup og kjör launþega í félaginu. Skal hún vera starfandi allt árið og skipuð eigi færri en 5 mönnum (launþegum). Hver sérdeild launþega kýs 1 mann í nefndina, en sé nefndin þá eigi fullskipuð eða tala nefndarmanna jöfn, tilnefnir stjórn félagsins 1 eða fleiri launþega í nefndina. Launa- og kjarasamn- ingar, sem launakjaranefnd hefur fallizt á eða sam- þykkt, þurfa að fá samþykki meirihluta almenns laun- þegafundar í félaginu, til þess að ná staðfestingu, nema IaunJ>egafundur hafi áður gefið launakjara- nefndinni fullt umboð til slíkra samninga. Nokkrar fleiri minniháttar lagabreytingar voru gerðar. 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.