Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 19
ar a£ fornaldarbókmenntum Tékka, bæði á lat- ínu og tékknesku. Og á 12. öld og lengstum síðan er Bæheimur talinn eitt af konungsríkjum Ev- rópu og hefur þá verið voldugt ríki sem hafði mikil áhrif á nágrannaþjóðirnar, bæði í stjórn- málalegu og bókmenntalegu tilliti. Um þetta leyti kernur Premyslovci-ættin til valda og nær miklum áhrifum og vinsældum. Borgir eru reistar, og Prag er ásamt Regensburg voldugasta borg í Evrópu og menningarmiðstöð. Tékkneska er tungumál konunga og hástéttar- rnanna. Áhrifasvæði Bæheims nær frá Adríahafi til Eystrasalts. En þá dynur ógæfan yfir að nýju, eftir dauða síðasta Premýsl-hertogans, Vaclav III., árið 1306. Lendir þá allt í uppnámi og valda- baráttu í Bæheimi um skeið. Seint og um síðir nær hertogaættin af Luxem- burg völdum,. en til hennar telst einn af ást- sælustu þjóðhöfðingjum landsins, nefnilega Karl IV., sem var af þegnum sínum nefndur faðir landsins. Hann var menntaður í Frakklandi og nam ekki tékknesku fyrr en hann kom til lands- ins til krýningar. Hann varð síðar Þýzkalands- keisari, og allt frá Jrví hafði einvaldur Bæheims áhrif á Jrýzka ríkið. Karl IV. vann að viðreisn Prag-borgar og hafði í hyggju að gera hana að höfuðborg ríkis síns, sem var á þeiin tíma, þ. e. byrjun 15. aldar, langstærsta ríki Evrópu. Hann lét einnig leggja vegi og byggja brýr um allt landið, reisa kirkjur og hallir í gotneskum stíl, og hann stofnaði einnig fyrsta háskólann í Prag, sem er einn elzti háskóli heimsins (1348). Á Jressu tímabili var einhver stærsti atburður mannkynssögunnar undirbúinn í Bæheimi. Jó- hann Htiss rís upp gegn kirkjuvaldinu og kem- ur af stað öflugri hreyfingu, Hússisma, sem er fyrsta greinin á stofni mótmælendatrúarbragð- anna, og ryður sér braut heilli öld fyrir daga Lúthers. Kenningar Húss voru í framhaldi af skoðunum hins enska umbótamanns Wycliffs, og felst í þeim sá boðskapur, að líta beri á hvern mann sem eiganda frjálsrar hugsunar í frjálsum líkama. Hér með er lénsdómurinn raunverulega brotinn á bak aftur í Evrópu, og hefst nú tími margra og mikilla styrjalda. Krossfarar kirkj- unnar ráðast inn í landið en mæta harðri mót- spyrnu frá hendi Jan Zizka og fylgismanna hans. Zizka er af hernaðarsérfræðingum talinn vera meðal mestu herforingja allra tíma. Hann féll í orustu nálægt Pribyslav árið 1424, og varð Prokop Holy eftirmaður hans, en hann var hvergi nærri Miroslav R. Mikulcak. jafnfær hershöfðingi. Afleiðingin var ósigur á ó- sigur ofan og landi og þjóð var Jrjakað og eytt í dæmafáum mæli, svo að íbúatalan nam um skeið aðeins um 300.000 manns. Reyndar biðu kross- fararnir einnig mikið tjón. Eftir alllangan tíma komu svo ríkisstjórnarár fyrsta Bæheimskonungsins, sem var kosinn af frjálsum vilja þjóðarinnar. Hann hét Jiri Z. Podebrad og var mikilhæfur stjórnmálamaður. Hann gerði m. a. fyrstu tilraunina til að inynda Jrjóðabandalag í Evrópu. Að dögum hans liðnum kemst Jojóðin aftur undir áþján erlendra valds- manna, hinna pólskn Jagellon-hertoga, fram til ársins 1526. í byrjun 17. aldar verður austurríska Habs- borgaraættin ráðandi í Bæheimi, og hélst svo allar götur fram til heimsstyrjaldarinnar 1914. Land og lýður tekur hægt og sígandi framförum og nýtur menningarstrauma frá Frakklandi og Þýzkalandi. Snemma á 19. öld taka bæheimskir hæfileika- menn að stofna til þjóðarvakningar fyrir áhrif franska rómantismans. Á Jreim tíma var tékk- neska einungis tungumál bænda og búalýðs, en allar bókmenntir ritaðar á Jrýzku eða frönsku. Nú verður á þessu gagngerð breyting. Föður- landsvinir fara að semja ljóð sín og sögur á tékkneska tungu, Jreir fyllast aðdáun á sögu þjóð- ar sinnar og fegurð landsins, og á þennan hátt hefst tékknesk tunga aftur til vegs og virðingar. í fyrri heimsstyrjöldinni risu upp erlendar her- sveitir, sem hlaupið höfðu úr liði austurríska hersins eða voru skipaðar Tékkum, búsettum utan heimalandsins, og myndaðist Jrannig tékk- FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.