Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 3
auk hraðfrysts fiskjar, en þar er hörð samkeppni og hvað hraðfrysta fiskinn snertir, mun hann seldur þar við of lágu verði, miðað við fram- leiðslukostnaðinn hér. — Álítur ráðherrann að hœgt verði að ajla nœgilegs fjár til þarfa sjávarútvegsins, s. s. til skipakauþa, bygginga fiskiðjuvera o. s. frv.? — Til fiskiskipakaupa handa utgerðinni hefur þegar verið varið stórfé, sömuleiðis til bygginga á fiskiðjuverum. Tel ég ekki líklegt að á þessu eða næsta ári þurfi að bæta miklu við, til að auka fiskiskipastólinn frá því sem nú er og þegar hafa verið lögð drög fyrir. Viðbótarfé til fiskiðjuvera fæst svo fremi, að stoínlánadeildarbréfin seljist betur en raun ber enn vitni um. Annars hafa mörg slík iðjuver verið byggð á s.l. ári og það sem af er þessu ári, sum eru fullgerð og mörg í smíðum. — Hvaða upplýsingar getur ráðherrann gefið i sambandi við vœntanlega eignakönnun? — Eignakönnunarfrumvarpið mun bráðlega sjást og mun þá koma í ljós, að þar er ekki um neitt likt því að rœða, sem hagfrœðingaálitið ráðgerði. Engin ástæða er til þess fyrir fólk að eyða peningum sínum til kaupa á vafasömum vörum eða eignunt, af hræðslu við að rnissa þá vegna eignakönnunarinnar. Ríkisstjórnin mun leitast við að haga svo öllum aðgerðum í þessu máli, að fólk geti vel við unað. — Á hve viötœkum grundvelli verður hin vœntanlcga innkaupastofnun ríkisins rekin? — Innkaupastofnunin er aðallega hugsuð þannig, að hún afli þeirra nauðsynja, sem ríkið sjálft þarfnast til eigin nota eða íramkvæmda. — Er að vœnta rikisreksturs á fleiri sviðum verzlunar eða iðnaðar en verið hefur? — Ríkisstjórnin hefur sem stendur engar slík- ar ráðagerðir með hÖndum. — Verður gengi islenzku krónunnar nokkuð haggað á nœstunni, frá þvi sem nú er? — Um þetta atriði gildir sama svar og við næstu spurningu á undan. — Ilvaða leiðir telur ráðherrann vœnlegastar til að sigrast á verðbólgunni og þar með tryggja þjóðarrekstrinum öruggari slarfsgrundvöll? — Samkomulag vinnuþiggjenda og framleið- enda á landbúnaðarvörum um hægfara en á- kveðna lækkun á vöruverði og kaupgjaldi að því marki, er tryggi lífvænlega, þ. e. samkeppnisfæra, framleiðslu á útflutningsvörum vorum. Að sjálfsögðu yrði einnig að hafa raunhæft eftirlit með því, að allar lífsnauðsynjar séu seld- ar við hóflegu verði. — Hvað vill ráðherrann segja, almenns eðlis, um ástand og horfur i fjármálum íslendinga? — Fæst orð taka minnstri ábyrgð. Ástandið í fjármálum vorum er langt frá því gott, þrátt fyrir góðærin og peningaveltu stríðsáranna. Horfurnar eru ískyggilegar. Ekki af því, að nú sé erfiðara en áður að finna markaði fyrir framleiðsluna, heldur af því að vér neyðumst, af innanlands ástæðum, til að halda vörum vor- um í of háu verði á erlendum markaði, saman- borið við það, er keppinautarnir bjóða sína vöru á. Afleiðingar þessa, þegar til lengdar lætur, eru svo ljósar, að ekki þarf að skvra þær fyrir les- endum „Frjálsrar Verzlunar". Mikið hefur verið flutt inn af vélum til þess að létta framleiðslustörfin og auka þau, enn- fremur til að flýta fyrir og auka framræslu lands og til eflingar landbúnaðinum yfirleitt. Á fleiri sviðum hefur tæknin verið tekin í þjónustu landsmanna í ríkara mæli en áður hefur átt sér stað. Tæknin ein vinnur sarnt ekki bug á erfið- leikunum, sízt þeim, er landsmenn skapa sér sjálfir. Kröfur manna og stétta á hendur öðrum verða að minnka, hvort heldur er um kaup eða svokallaðar ,,kjarabætur“ að ræða. Eyðslan, sem fer til óþarfa, verður að minnka, og opinberum framkvæmdum verður að stilla í hóf betur en gert er nú. Meðan blaðið var í prentun, lagði ríkisstjórn- in fram á Alþingi þrjú frumvörp til laga, sem öll miða að tekjuöflun fyrir ríkissjóð, þ. e. með hækkun tolla á flestar erlendar vörur aðrar en brýnasta þarfavarning, auknum gjöldum af innlendum tollvörum og auknum bifreiðaskatti o. fl. Alþingi tók frumvörpin þegar til meðferð- ar, afgreiddi þau í skyndi á þrern sólarhringum, óbreytt að kalla, og gerði að liigum. I’essa er getið hér til viðbótar svari fjármála- ráðlterrans við fyrstu spurningu vorri. FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.