Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 14
ing og kunnátta eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Honum er líka Ijóst að viðskiptamaðurinn metur meira að fá upplýsingar um hagnýti vör- unnar heldur en tæknina, sem beitt hefur verið við framleiðslu hennar. Ráðvendni. Vegna þess að afgreiðslumaðurinn kemur fram sem fulltrúi verzlunar sinnar gagnvart kaupend- unum, er nauðsynlegt að hann sé heiðarlegur. Að inna af hendi meira en það starf, sem telzt lágmarkskrafa, er eitt dæmið um ráðvendni, svo og að virða samvizkusamlega þær reglur, sem verzlunin starfar eftir. Heiðvirður afgreiðslu- maður notfærir sér aldrei fjarveru yfirmanns síns til slóðaskapar eða sérdrægni, öllu fremur finnur Iiann til ríkari ábyrgðarkenndar viðvíkj- andi starfi sínu, svo að það geti þá farið sem bezt úr hendi. Hann er líka stundvís og hirðu- sarnur. Áreiðanleiki er svo mikilvægur kostur hjá hverjum og einum, að segja má að án hans verði engum frama náð. Iðni. Því miður lialda sumir að þeim vegni bezt, sem minnst leggja á sig. Samkvæmt þeirri skoð- un sinni reyna þeir eftir rnegni að hliðra sér hjá ltlutunum. Þeir lifa senr sagt eftir reglunni: „Eitthvað fyrir ekkert“. En þessir menn blekkja enga meir en sjálfa sig, því að áreynslan — hvort sem hún er andleg eða líkamleg — er eitt af frumskilyrðunum, sem skapa manngildið. Til allrar hamingju kunna flestir að meta rétt þroskagildi vinnunnar, ella væri lítið um framfarir í heimi hér. Persónuleiki. Hér hefur verið stiklað á mörgum atriðum, sem livert fyrir sig er þáttur í persónuleika manna, Sérhver maður verður að láta sér annt um að efla persónuleika sinn og hagnýta til þess alla lífsreynslu sína. Gamli málshátturinn: „Æfingin skapar meistarann“, hefur því aðeins sannleiks- gildi varðandi þroskun persónuleikans að góð framkoma og siðir séu ástunduð. Það er síður en svo auðvelt að mæla persónu- leika sjálfs sín eða annarra, vegna óhlutlægis hans. Hér að neðan er birtur listi yfir ýms atriði, sem rædd hafa verið í þessum greinarkafla, í því skyni að hægt sé.að nota hann sem mælikvarða, með því að merkja samvizkusamlega við hann. í fremsta dálkinn skal skrifa 10, í næsta dálk 6 og í þann aftasta 2, eftir því, sem við á. Síðan eru niðurstöðutölur allra dálkanna lagðar saman, og er þá merking útkomunnar þessi: 36—60 afleitt, 61—80 slæmt, 81—100 slappt, 101—115 sæmilegt, 116—125 dágott. 126—140 gott, 141—160 ágætt, 161—180 afbragð. Reyndu svo að bæta eðlisþætti þína, sem lakvegnastir eru, þangað til þú getur með góðri samvizku gefið þér 10 fyrir þá líka! Mundu að þú þarft á þrautseigju að halda, ef þér á að takast það, en „þólinmæðin þrautir vinnur allar“. Ákjósanlegir eiginleikar afgreiðslufólks. I ríhum I meSal• Aj shornum Eiginleikar mœli lagi skammti ASlaðandi útlit .......... ............................... ViSfelldin rödd og málfar -------------------------------- Lipurð.................... .......... —-----——------------ Kurteisi.................................................. ÞolinmæSi ................................................ ViSskiptalegt viðmót ..................................... Tæknileg starfskunnátta ..._______________________________ Nærgætni ................................................. Sjálfsagi ................................................ Minni .................... .......... .......... ......... Samvinnulipurð............................................ ASlögunarhæfni ........... ................................ Hreinlæti og hirSusemi ....------------------------------- HeilbrigSi ............................................... Áhugi .................................................... Skynsemi ................................................. RáSvendni og stundvísi .... ------------------------------ Iðni ..................................................... Samlagning. ...____________________ _________ NiðurstaSa. .. ._____________________________ 14 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.