Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 6
Er þess að geta, að N ýbyggingarráð á eftir að afgreiða talsvert mikið af framlengingum leyfa frá fyrra ári. Samkvæmt framanskráðu hafði Viðskiptaráð gefið út leyfi fyrir um 162 millj. kr. frá áramót- um og fram til 1. marz þ. á. Þar frá má draga 41 rnillj. kr., sem búið er að svara út gjaldeyri fyrir. Eftir eru þá um 120 millj. kr., sem ávís- að hefur verið á gjaldeyriseign þá, er fyrir hendi var um áramót og bætzt hefur við síðan. Um áramótin nam sú eign 93,6 millj. kr., eins og áður segir, svo að yfirdrátturinn nemur um 26 millj. kr. Þar á móti kemur svo útflutningsverð- mæti jan,—febr. þ. á., og má gera ráð fyrir að það nái langt upp í þennan mismun, 26 millj. Er þá útkoman þannig, að búið er að ávísa á allan gjaldeyrisforðann, sem til var um áramót og safnast hefur síðan, og þó nokkru betur, ef tekið er tillit til gjaldeyris, er Viðskiptaráð hef- ur vísað á, vegna námskostnaðar, vinnulauna o. s. frv. FRAMTÍÐARHORFUR. Ekki verður á móti mælt að þetta eru alvarleg tíðindi viðvíkjandi gjaldeyrisþróun vorri. Samt sem áður tel ég ekki ástæðu til of mikillar svart- sýni. Nú þegar er búið að tryggja gjaldeyri fyrir innfluttum vörum til vetrarvertíðarinnar og síldarvertíðarinnar að nokkru leyti, svo og fyrir néyzluvörum, sem endast munu frant á mitt ár; Hinsvegar er óinnkominn gjaldeyrir fyrir mestan hlutá utflutningsframleiðslunnar í ár. Viðskiptaráðið hefur nýlega auglýst, að það muni ekki fyrst um sinn veita ný leyfi fyrir al- mennum vörum. Mun það og takmarka fram- lengingar leyfa eins og kostur er og einkum binda þær við matvörur og byggingarefni að einhverju leyti. Þessi ákvörðun ráðsins er miklu fremur gerð af nauðsyn en vilja, og ráðinu er vel ljóst að æskilegast hefði verið að geta kom- izt hjá slíkum aðgerðum, ekki sízt með tilliti til þess, að vöruverð fer nú yfirleitt hækkandi á heimsmarkaðinum og því hefði verið ákjósan- legt að geta tryggt innkaup á ýmsum vörum sem allra fyrst. Einnig er afgreiðslutíminn nú alltaf að lengjast og er nú þegar orðinn ískyggi- lega langur að því er snertir margar vöruteg- undir. En að þessari ráðstöfun Viðskiptaráðs hníga einkum þrjár ástæður, sem nú skal greina: í fyrsta lagi getur Viðskiptaráð ekki litið und- an þeirri staðreynd, að búið er nú að avísa a allan gjaldeyrisforða, sem fyrir hendi er. í öðru lagi er ekki vitað, hverju útflutning- urinn í ár muni nerna, en sjálfsagt að viðhafa varkárni í leyfisveitingum þar til betur verður séð fyrir um aflabrögð og verð útflutningsvar- anna. í þriðja lagi er sii breyting, sem fyrirhuguð er á Viðskiptaráði og Nýbyggingarráði og talað e'r urn í málefnasamningi núverandi ríkisstjórn- ar. Er ætlunin að ný stofnun, Fjárhagsráð, komi til skjalanna í stað hinna tveggja núverandi ráða og mun hún eiga að leggja línurnar eitthvað á annan veg en verið hefur. M. a. er líklegt að tekin verði upp sú nýbreytni í sambandi við leyfisveitingu að hætt verði svokölluðu „kvóta- systemi“. Fjórða ástæðan fyrir ofangieindri afstöðu Viðskiptaráðs er sú, að enn er allt í óvissu um, hvaða þjóðir við komum til með að skipta við. íslenzkar nefndir starfa nú að viðskiptasamning- um við Breta og Rússa, og samningar við Tékka o. fl. þjóðir standa fyrir dyrum. Hinsvegar er ekkert vitað um niðurstöður þessarra umleitana. Vér eigum nokkrar inneignir í Frakklandi og Ítalíu og er viðbúið að vér verðum að kaupa þaðan vörur í staðinn. Sömuleiðis er ekki ótrú- legt að viðskipti við ýmsar þjóðir verði að fara fram á jafnvirðiskaupagrundvelli og er þá, eins og sakir standa nú, allur varinn góður að því er varðar festingu gjaldeyrisins. Héi lauk dr. Oddur Guðjónsson máli sínu. Þar eð næstum mánaðartími er liðinn frá því að hann flutti þetta erindi, sem hér er birt í ágripi, inntum vér hann nýlega eftir, hvort gjaldeyris- málin hefðu síðan að nokkru ráði skipazt á ann- an veg en fram kemur í erindinu, og kvað hann svo ekki vera. Að vísu hefðu ofangreindar tölur breytzt nokkuð, en hlutfall þeirra stæði sem næst óhaggað. Samkvæmt framburði dr. Odds, er nú all- drungalegt um að svipast í gjaldeyrismálum vor- um, en þó geldur liann varhuga við of mikilli svartsýni. Sem betur íer erum vér fslendingar yfirleitt bjartsýnir menn, en óneitanlega er erfitt fyrir verzlunarstéttina að láta þennan eðliskost njóta sín sem skyldi, meðan böndin eru beint og óbeint reyrð henni um fætur. 6 FRJÁLS VER2LUN.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.