Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 24
sem bæjarfélagið sjálft ræðst í rekstur útgerðar. Reynslan mun sýna, hvort sú tilhögun hentar betur eða verr. Skoðanir eru skiptar um ágæti opinbers atvinnureksturs. En það segi ég óhikað, að meginsjónarmið vort hlýtur að vera það, að fá atvinnutækin og halda þeim úti. Óskir allra ílokka munu sameinast í því að árna hinni nýju bæjarútgerð Reykjavíkur heilla og velgengni. Forgöngumönnum þessa máls, fyrrverandi rík- isstjórn og Nýbyggingarráði, og ekki sízt sjávar- útvegsnefnd og útgerðarráði Reykjavíkur, vil ég flytja alúðar þakkir Reykjavíkurborgar. En það eitt er ekki nóg að eignast listaskip, sem líklegt er til mikilla afreka. Þótt tæknin muni komin á það stig að geta siglt mannlausum skipum eftir áætlun, verða fiskveiðar ekki ennþá a. m. k. stundaðar án mannafla. Þjóð vor er svo lánsöm að eiga stóra stétt karlmenna, sem sækja sjóinn fast og hræðast hvergi holskeflur Ægis eða duttlunga Ránardætra. Sjómenn íslands hafa sannað öllum heimi kjark sinn og karlmannslund á árum styrjaldarinnar. Þeir munu ekki reynast deigari á tímum heimsfriðar í glímu sinni við hafið. Þeir eiga kröfu til þess, að þjóðin búi þeim í hendur örugg skip með góðum aðbúnaði fyrir þá sjálfa. Skipið er tæki, fiskimaðurinn stjórnandi þess. Örn Arnarson segir í hinu snjalla sjómannakvæði sínu: „Hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip, hann er ferjunnar andi og hafskipsins sdl.“ Sjómannastéttin mun „færa björgin í grunn undir framtíðarhöll“. Fyrir eitt þúsund sjötíu og þrem árum nam Ingólfur Arnarson land hér í Reykjavík, vegna þess að öndvegissúlur hans rak hér að landi. Þetta glæsta skip er heitið eftir landnemanum fyrsta. Það er öndvegiskip íslenzka fiskiflotans. Vér berurn nú fram til forsjónar vors fagra lands þá ósk, að gifta fylgi nafni, og að farsæld Ingólfs landnámsmanns svífi jafnan yfir vötnunum, þar sem þetta skip leggur leið sína um. Fyrir hönd bæjarstjórnar og Reykjavíkurborg- ar býð ég togarann Ingólf Arnarson velkominn og skipshöfn hans alla, og veiti honum viðtöku fyrir bæjarins hönd.“ o Ingólfur Arnarson er fallegt skip, smíðað í skipasmíðastöð Cochrane 8c Sons, Ltd., Selby, Úr myndasafni V./?. VII. Gotfred Bernhöft. Englandi. Stærð skipsins er 642 brutto-rúmlestir og 216 netto-rúml. Lengd þess er 175 fet, breidd 30 fet og dýpt 16 fet. Burðarmagnið er 300 smál. Skipið er búið mörgum þægindum og öryggis- tækjum, sem ekki hafa fyrr þekkst í útvegssögu vorri, og munu fullkomnari fiskiskip vart fyrir- finnast meðal annarra þjóða. „Skip mitt er komið að landi“, hið fyrsta af mörgum slíkum. Vér vonum að Ingólfi Anarsyni og öðrum skipum, sem á eftir koma, sækist sjór- inn farsællega og að þau komi ávallt heil og hlaðin til strandar. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.