Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 15
Verzlusi útgerS (ramleiðsla í síðasta liefti „Frjálsrar Verzlunar" birtist viðtal við framkvæmdastjóra Landssambands ísl. útvegsmanna um sjávarútvegs- og viðskiptamál, og kemur þar fram, hversu hann telur þau horfa við af sjónarhóli útvegsmanna almennt. Eftir að blaðið kom út varð vart nokkurrar gagnrýni frá liendi verzlunar- og kaupsýslu- manna, að giein þessi skyldi birt athugasemda- iaust, þar sem hún er óneitanlega ekki öll í anda frjálsrar verzlunar. Einnig heyrðust raddir um það, bæði frá kaupsýslu- og útgerðarmönnum, að í greininni kæmu fram persónulegar skoðanir á við skiptamálum, þó að þær í einstöku atriðum styddust við fundarsamþykktir. I sjálfu sér er ekkert atliugavert við að blaðið birti sjónarmið mismunandi aðilja til viðskiptamálanna, þar sem slíkar greinar hafa ótvírætt upplýsingagildi, enda er sú ekki ástæðan fyrir framkominni gagnrýni. ® Útgerðarmenn — sumir hverjir — telja sig eiga tilkall til ráðstöíunar á gjaldeyri landsmanna fram yfir aðra og hel'ur L. í. Ú. farið þess form- lega á leit við stjórnarvöldin, að það fái að skipa menn í þær stjórnarnefndir, sem um gjaldeyrinn ljalla. Varla getur verið að útvegsmenn geri þess- ar kröfur til úthlutunarréttar á gjaldeyrinum í því skyni einu, að tryggja nægan gjaldeyiisskerf til útgerðarinnar, því að þarfir útvegsins hafa ætíð verið látnar sitja í fyrirrúmi fyrir flestum eða öllum öðrum innflutningi og hafa slíkar vörur m. a. aldrei verið háðar „kvóta-systemi“. Þar hefur verið um frjálsa samkeppni að ræða og hafa útvegsmenn ekki hingað til getað komið fram með rökstuddar aðfinnslur um hörgul á þurftarvörum sínum, nema óviðráðanlegar ástæð- ur hafi valdið, þrátt fyrir það, að innkaupadeild félagssamtaka þeirra hefur ekki verið starfandi fyrr en nú. Það er því ekki annað sýnilegra en útvegsmenn vilja ná úthlutunarrétti á gjaldeyri fyrir almenn- ar neyzluvörur, og ber það lítinn vott urn skiln- ing á eðli þjóðhagslegs skipulags, þar sem starfs- stéttir þjóðiélagsins skipta með sér verkum og starfa hver á sínu sviði. Útvegsmenn gera út skip sín til veiðifanga og búa aflann sem bezt fyrir markað. Kaupsýslumenn afla erlendra nauðsynja við sem lægstu verði — og annast m. a. milli- göngu um litvegun útgerðarvara með sem hag- felldustum kjörum — taka þátt í dreifingu var- anna og markaðsleit, oft í samvinnu og sameign útgerðar- og framleiðsluaðilja. A því sviði liafa þeir beztu reynsluna. Svona mætti lengi telja. En ef ein stétt rýfur sig éit úr þessu eðlilega sam- liengi og heimtar umráðarétt yfir óbeinum af- rakstri verka sinna, líður ekki á löngu unz skap- azt hefur slíkt þjóðmegunaröngþveiti, að við ekk- ert verður ráðið. Þess vegna eru umræddar kröf- ur útvegsmenna ekki einungis ósanngjarnar held- ur og háskalegar. Hvað sölu afurðanna snertir, hafa oft komið fram háværar raddir, bæði frá kaupsýslu- og út- vegsmönnum, um skaðsemi þeirrar einokunár og hafta, sem ríkt liafa í afurðasölumálunum á undanförnum árum. Þessi höft hafa ekki ein- göngu verið sjálfsskaparvíti, heldur liafa stríðs- ástand og haftastefnur ráðið hér miklu um. En afurðasölu landsmanna verður án efa bezt borgið í framtíðinni með sameiginlegu átaki framsýnn- ar verzlunarstéttar, útgerðarmanna og annarra framleiðenda. Annars eru það mörg atriði, sajn korna til greina, þegar talað er um „tilkall" til gjaldeyris- ins. Að sjálfsögðu koma þar fyrst til greina hags- munir og þarfir þjóðarbúsins. En þá má líka spyrja: Með hvaða rétti krefjast nú útgerðar- menn yfirráða yfir gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar? Þeir neita þó að láta skip sín fara úr höfn, nema ríkið (skattborgararnir) tryggi þeim halla- lausan rekstur. Hraðfrystilnisin og saltfiskfram- leiðendur krefjast líka lágmarksverðs á frarn- leiðslunni o. s. frv. En þetta virðist þeim ekki nægilegt. Eftir að þeirn er tryggð afkoman, er að sjá sem þeir telji sig þurfa á hagnaði af inn- flutningsverzluninni að halda. Þegar þannig er komið málum, virðist ekki vera langt spor að stíga yfir í algjöran ríkisrekst- FBJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.