Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 5
gildi yfirfærðum peningum og draga þær því frá gjaldeyrisinnstæðunni, enda þótt með öllu sé óvíst að þær verði nokkru sinni notaðar. Öll gjaldeyris- og innflutningsleyfi frá s.l. ári féllu úr gildi um áramótin, og var það algjörlega á valdi Viðskiptaráðs, hvort það endurnýjaði leyf- in, en upphæðir slíkra ónotaðra leyfa voru mjög liáar. Þá námu hreinlega yfirfærðir peningar fyrir venjulegum verzlunarvarningi, sem ókominn var um áramót ca. 41 millj. kr., svo ef þessi upp- hæð er meðtalin, nam upphæðin á reikningi Viðskiptaráðs um 135 millj. kr. Samkvæmt lögum ber að leggja 15% af út- flutningsverðmæti áranna 1945—46 á nýbygging- arreikning. N ú fyrir skömmu hefur hluti Ný- byggingarráðs af andvirði útflutningsins 1945 verið yfirfærður á nýbyggingarreikning, þannig að sú upphæð var að langmestu levti látin mæta greiðslum, sem inntar liöfðu verið af hendi fyrir nýsköpunarvörur af hinum óbundna reikningi. FRAMKVÆMDIR VIÐSKIPTARÁÐS. Lögin um Viðskiptaráð gengu úr gildi 30. nóv. s. 1., en um það leyti samþykkti Alþingi að framlengja þau til 1. febr. þ. á. Var jafnframt tekið fram að Viðskiptaráði væri óheimilt að binda innflutning Jæssa árs nema sem allra minnst með leyfisveitingum, og ekki fyrir öðru en nauðsynlegustu vörum til framleiðslunnar og brýnustu neyzluvörum. Voru Jjví hendur ráðs- ins ærið bundnar, nema sérstök fyrirmæli bær- ust frá ríkisstjórninni. Var heldur ekki vitað, hver yrði framtíðaraðstaða ráðsins. Árið 1946 voru afgreidcl leyfi fyrir hærri upp- hæð en áður hafði Joekkst, og vænti Viðskiptaráð- ið að mest af vörunum út á þau leyfi kæmu inn á því ári, en á því varð mjög mikill misbrestur. Varð því sýnt að gera yrði sérstakar ráðstafanir J^essu viðvíkjandi. Viðskiptaráð hafði hug á að gert yrði sem hreinast borð á sviði leyfisveitinganna um ára- mótin, svo að hægt væri að hefja,þær að nýju. Hlaut afstaða ráðsins til endurnýjaðra leyfis- beiðna að miðast við vöruflokka, afgreiðslutíma o. Jj. h. Viðskiptaráð bað Jnví um upplýsingar frá innflytjendum viðvíkjandi afgreiðsluhorfum og greiðslu hinna pönluðu vara, hvort Jjær væru keyptar við föstu verði o. fl. Því miður varð reyndin sú, að beiðnum urn endurnýjuð leyfi fylgdu oft og einatt ófulln.egj- andi upplýsingar, og tafði Jrað mjög fyrir störf- um Viðskiptaráðs. Er í sjálfu sér ekki að furða, Jaótt afgreiðsla á framlengingarleyfum hafi geng- ið hægar en búizt var við eða æskilegt hefði ver- ið, J^egar þess er gætt að 40—45% allra leyfa, sem í gildi voru á s. 1. ári, komu aftur fram til endurnýjunar. Viðskiptaráð miðaði framlengingu leyfa eink- um við eftirtalin meginatriði: 1. Væri gjaldeyrir greiddur. 2. Væri bankaábyrgð fyrir vörunum og Jxrr væntanlegar bráðlega. 3. Væri varan komin til landsins og talin til nauðsynjavöru. Hinsvegar neitaði Viðskiptaráðið um fram- lengingu, ef upplýsingar um vörurnar voru alls- endis ófullnægjandi, ef afgreiðslufrestur var óhæfilega langur eða það taldi vörurnar óþarf- ar og {Darafleiðandi ástæðulaust að hafa leyfin lengur í umferð. Á fyi'stu tveim mánuðum þessa árs liafa Við- skipta- og Nýbyggingarráð framlengt gjaldeyris- og innflutningsleyfi frá fyrra ári fyrir 144.5 millj. kr. og eru þar af leyfi fyrir innflutningi án gjald- eyris að upphæð 51,2 millj. kr. Annars er sund- urliðunin þannig, ásamt nýjum leyfisveitingum á Jdcssu ári: Viðskiptardð. Framl. gjaldeyris- og innflutningsleyfi .... 66.3 millj. kr. — innflutningsleyfi (eingöngu) ........... 41.3 — — Framlengd leyfi alls 107.6 millj. kr. Ný gjaldeyris- og innflutningsleyfi ............. 54.5 — — Samtals 162.1 millj. kr. Hin nýju leyfi hafa aðallega verið veitt til þarfa útflutningsframleiðslunnar, vetrarvertíðar- innar og væntanlegrar síldarvertíðar, svo og fyr- ir brýnum neyzluvörum. Ný byggingarráð. Framl. gjaldeyris- og innflutningsleyfi .... 27.1 millj. kr. — innflutningsleyfi (eingöngu) .......... 9.8 — — Framlengd leyfi alls 36.9 millj. kr. Ný gjaldeyris- og innflutningsleyfi ............. 25.0 — — Samtals 61.9 millj. kr. FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.