Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 38
Þegar hann var búinn að aflæsa peningaskápnum, stóð hann kyrr stundarkorn og hlustaði. Svitinn sat í dropum á enni hans. Allt var nú hljótt. Ekki svo mikið sem flugusuð. Það hlaut að hafa verið rotta að þruska þarna áðan. Hann vissi vel að það var mikill rottugangur í þessu gamla húsi. En hann hafði fengið snert af taugaáfalli. Það fann hann mæta vel. Hendur hans nötruðu, og fyrir eyr- unum hafði hann dunandi suðu. Þrátt fyrir það gaf hann sér tíma til að fullvissa sig um að vel væri frá öllu gengið að nýju og engin yfirsjón gerð. Hann þvingaði sjálfan sig lil að líta rólegum aðgæzluaugum umhverfis sig. Nei, það var ekkert að. Allt var með' sömu um- merkjum og áður. Engin fingraför, engin merkjanleg fótspor — það var hann viss um. Það mundi á einskis manns færi að koma upp um ferð hans hingað. Nú var um að gera að koma sér á burt og það sem skjót- ast. Hann ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk að koma hinum óleyfilegu lyklum fyrir kattarnef. Pen- ingaseðlunum ætlaði hann ekki að skipta fyrr en til útlanda kæmi — einum og einum smátt og smátt. Hann yrði aldrei grunaður. í augum fyrrverandi hús- bænda sinna eða samstarfsmanna mundi aldrei falla blettur eða hrukka á frómleik Dohbs gamla, sem hafði sómasemina fyrir sinn guð. Honum lá við að skríkja af eintómri sjálfsánægju, um leið og hann lokaði hurðinni gætilega á eflir sér. Nú stóð hann úti á götunni. Hvergi var mann að sjá. Eina hljóðið, sem honum harst til eyrna, var frá gamalli turnklukku langt í burtu — hún sló hálf- eitt. Er liann hafði gengið stuttan spöl, kom liann auga á ræsisrist í göturennunni. Hann tók lyklana upp úr vasa sínum og stakk þeim niður í ræsið. Svona — þá var það búið og gert. Hvert spor var afmáð. Hann gekk hröðum fetum niður götuna. En þegar hann beygði fyrir næsta götuhorn, munaði minnstu að hann rækist beint á lögregluþjón, sem kom þar í flas- ið á honum. Dobbs varð að taka á allri stillingu sinni. til þess að láta ekki á því bera, hve skelkaður hann varð. Því hann var meira en lítið óttasleginn — hann gat ekki að sér gert. Þetta hafði hann ekki tekið með í reikninginn. Hon- um hafði alltaf verið vel til þessarra laganna vernd- ara. En nú uppgötvaði hann hvínandi hræðslu við þá, innra með sér. Þetta kom sér illa og hafði óþægileg áhrif á hann. Ilann fékk aftur aðkenningu af taugaóstyrk. Kannske hann hefði þá alltaf haft rétt fyrir sér, þegar hann hélt því fram að ráðvendnin borgaði sig hezt? Flekk- laus maður hefur ekki ástæðu til að óttast lögregluna. Rugl! Hann varð að vinna bug á þessarri kjána- legu hræðslu. Það var ekkert að hræðast. Maður með slíkt heiðvirðisútlit mundi ekki verða grunaður um stuld. En samt — hann var þjófur! Það var ekki sem hugnanlegust tilfinning. Alltaf hafði hann stutt mál- stað hinna góðu hvata — reyndar með litlum trúnaði nú í seinni tíð — en samt fannst honum nú að hann hefði aldrei skipt um skoðun í hjarta sínu. Honum tókst að ganga framhjá tveimur lögreglu- þjónum til viðbótar, án þess að láta á geðshræringu sinni bera í svip sínum og látæði, en er hann var kom- inn áleiðis inn í næstu götu, skaut allt í einu upp borðalögðum beljaka, sem kom þar út úr húsasundi og staðnæmdist fáein skref framundan Dobbs. Þessi óvænta birting lögregluþjónsins var ofjarl hinum ó- kyrru taugum gamla mannsins, svo að hann hrökk ósjálfrátt út undan sér og rak upp hræðslukorr. „Halló“, hrópaði lögregluþjónninn undrandi. „Hver eruð þér og hvað eruð þér að gera hér?“ „Ég — ég er á heindeið. É — ég er bara á leiðinni he — heim“. Dobbs gamla var ógerningur að hafa hemil á skjálftanum í röddinni, er hann svaraði. Lögregluþjóninum fannst eitthvað hogið við þetta. „Ilvað eruð þér með þarna í töskunni?" spurði hann ákveðinn á svip. „Komið þér hingað maður minn, og lofið mér að rannsaka það“. Við þessi orð missti Dobbs gamli jafnvægið að fullu og öllu. Ilann tók til fótanna í dauðans ofboði. Lögregluþjónninn æpti til hans og skipaði honum að nema staðar. en brá síðan á hlaup á eftir þeim gamla. Hræðslan hleypti slíkum fítonsanda í skrokkinn á Dobbs, að hann þeyttist áfram með undraverðum hraða. Von hráðar heyrði hann hvellan flaututón rjúfa næturþögnina, og þegar hann sveigði fyrir húshorn 38 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.