Frjáls verslun - 01.02.1947, Síða 26
Úr ýmsum áttum berast nú fréttir a£ væntan-
legum iðnaðarsýningum. Ríkisstjórnir margra
landa láta sér mjög annt um að koma slíkum
sýningum á, og framleiðendur styðja þær fram-
kvæmdir af ráðum og dáð. Allt ber þetta vott um
þá almennu ósk, að hin frjálsa verzlunarstefna
megi ríkja á heimsmarkaðinum.
Fáeinar stórar sýningar, sem kaupsýslumenn
hvaðanæva að úr heiminum geta sótt, eru nú
komnar yfir byrjunarstigið og hafa verið ná-
kvæmlega skipulagðar. Kanadíski iðnaðar- og
verzlunarmálaráðherrann hefur opinberlega skýrt
frá fyrirkomulagi alþjóðlegrar vörusýningar, sem
fram fer í Toronto í júní 1948. Þessi iðnaðarsýn-
ing um verða sú langstærsta, sem nokkru sinni
liefur verið framkvæmd í Kanada, og ýmsar ráð-
stafanir verða gerðar til að laða þangað kaup-
endur og seljendur víðsvegar að úr heiminum.
Auk Kanada sjálfs er búizt við mikilli þátttöku
frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakkfandi í
þessarri sýningu.
Brezka þinginu hafa borizt áskoranir urn að
efnt verði til alþjóðavörusýningar í Bretlandi
árið 1951. Þetta er nú í athugun hjá brezkri
þingnefnd.
Tvær athyglisverðar sýningar verða haldnar á
næstunni í Sviss. Er önnur svissnesk iðnaðar-
sýning, sem verður opnuð 12. apríl, en hin er
alþjóðleg grávöru- og leðurvörusýning, sú fyrsta
af því tagi, er nokkurn tíma liefur verið haldin.
Hún verður opnuð í maí.
Hin gagnkvæmu kynni og upplýsingar, sem
vörusýningarnar hafa í för með sér fyrir þátt-
takendur og gesti, veita auknum þunga að rétt-
lætiskröfunni um frjálsari verzlun og gefa bjart,-
ari vonir öllum þeim, sem trúa á gildi liafta-
lausra alþjóðaviðskipta.
e
Lloyd’s Register skýrir svo frá, að 30. sept.
f. á. liafi samtals um allan heim verið skip í
smíðum, er nema 3.569.159 brutto-smálestum.
Af þessarri tölu var rúml. helmingur, eða
1.874.878 br.-smál., í skipasmíðastöðvum í Bret-
landi og Irlandi. Bandaríkin voru önnur í röð-
inni með 354.283 smál. og Svíþjóð var númer
þrjú með 241.050 smál.
Helztu skipasmíðalönd næst þessum þremur
fyrstu voru brezku sjálfstjórnarnýlendurnar
(mest í Kanada), Holland, Ítalía, Danmörk og
Frakkland.
e
Forstjóri Office of International Trade Union
í Washington, Arthur Paul, hefur nýlega haldið
ræðu, sem bregður ljósi á framtíðarstefnu Banda-
ríkjanna í utanríkisviðskiptum.
Han nsagði að á næstkomandi árum yrði aðal-
áherzlan að leggjast á útflutningsframleiðslu, en
jafnframt þyrfti innflutningurinn að aukast í
hlutfalli við endurreisn og aukna framleiðslu-
getu hinna ýmsu landa. „Ver verðuni að opna
dyrnar fyrir erlendum framleiðsluvörum, til þess
að gera öðrum J)jóðum kleyft að borga Jrannig
fyrir markaðsvörur vorar“, sagði A. Paul.
Ennfremur lét hann svo um mælt að Banda-
ríkin yrðu að hugsa og breyta í anda gagnkvæmra
viðskiptasamninga og vinna bæri að lækkun inn-
flutningstolla.
Arthur Paul lauk máli sínu á Jressa leið: „Oss
hefur smámsaman skilizt að mikill innflutning-
ur er fremur til að hækka en lækka lífsmæli-
kvarða vorn (standard of living). Hver einasti
dollar, sem vér eyðurn erlendis á næstu tíu árum,
mun óhjákvæmilega koma til vor um hæl aftur
sem greiðsla fyrir vörur, er viðkomandi Jjjóðir
Jrarfnast".
•
Bretar hafa nú náð sama marki í framleiðslu
sinni á leðurskófatnaði og reiðhjólum og fyrir
stríð. Á fyrstu 10 mánuðum s. 1. árs var fram-
leiðsla reiðhjóla 1.360.000 stk. Af þessarri tölu
var 60% flutt út, og búizt er við að útflutningur
alls ársins hafi numið. 1 millj. stk.
26
FRJÁLS VERZLUN