Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 34
Boðið til málfundar. — Bœjarstjómin sýnir hug sinn til verzlunarmanna. — Fagur fislcur í sjó. — Maðksmoginn „mórall'' hjá dagblaði. — Viðskipta- ráð neitar að „kveikja á perunni". — Iðnaðarmenn áttrœðir. — Hringt til Landssímans! BlaSiS birtir hér a‘8 þessu sinni nýjan greinatitil, sem œtlunin er aS verSi framvegis fastur li&ur á efnis- skrá þess. Eiga hér a8 flytjast smágreinar af mis- litum toga, s. s. gagnrýni, ádeilur, varnaror‘8 og dœg- urpistlar ýmsir. Ritstjórnin vœntir að þessum greina- flokki berizt gott efni jrái lesendum blaSsins og bifiur þá vera óraga vi8 skriffœrin. Alltaf ber eitthvaó á góma. GeriS svo vel, góSir hálsar! „Frjáls Verzlun“ býSur ySur hérmeS til málfundar — innanbúSar og utan. • REGLUGERÐIN UM LOKUNARTÍMA sölubúða í Reykjavík hefur nú verið samþykkt af bæjarstjórn- inni í samræmi við samninga V. R. og kaupmanna- félaganna, sem gerður var s. I. haust og öllu verzlunar- fólki mun nú kunnur (sbr. 6.-7. hefti síðasta árg.). Talsvert jrras varð um málið við afgreiðslu þess í bæjarstjórn. Einkum voru það málsvarar húsmæðr- anna, konurnar í bæjarstjórn, sem mæltu gegn stytt- ingu verzlunartímans, enda er vitað að Húsmæðrafélag Reykjavíkur hafði skipað sér í andstöðu við framgang málsins. Forsendur húsmæðranna fyrir afstöðu sinni munu hafa verið þær einar, að þeim ynnist ekki tími til að ljúka nauðsynlegum kaupum í verzlunum, ef afgreiðslutíminn yrði skertur um hænufet frá því sem var. Þetta sjónarmið neytendanna er skiljanlegt að vissu leyti, en ekki verður sagt að það sé að sama skapi rök- hugsað. Það eru vissulega hömlur á þægindum neytenda, að geta ekki hvenær sem er gengið inn í búð og keypt eftir hendinni það, sem þá vanhagar um í þann og þann svipinn. Og það er vissulega viðurkennt af öllum, að svo þýðingarmikil starfsstétt sem verzlunarstéttin 081» á að vera til ]>jónuslu við hagsmuni almennings. En hefur þá fjöldinn allan réttinn sín megin en minni- hlutinn engan? Á almenningur heimtingu á þægindum og J>jónustu sér til handa á kostnað einnar stéttar? Svarið er auðvitað neitandi, enda í fullu samræmi við rótgróna lýðræðis- og siðgæðisvitund okkar. En þó ekki sé farið lengra út í hin djúpstæðari rök, sem að máli þessu hníga, eru frambærilegar aðrar á- stæður til stuðnings því. 1 fyrsta lagi var hér um gott samkomulag að ræða milli verzlunarrekenda og laun- þega, þeirra aðilja, sem nánastra hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi, og er því efamál, hvort bæjar- yfirvöldin hafa lagalegan rétt til að grípa fram fyrir hendur þeirra. Má og minna á að verzlunarfólk hefur aldrei sótt kjarabótakröfur sínar með offorsi, illindum eða verkföllum. I öðru lagi var búið að „praktisera“ helztu nýmæli samningsins, áður en málið kom fyrir bæjarstjórn, og varð ekki betur séð en hann gæfi góða raun. Fleira verður ekki lalið að sinni af eðlilegum rök- um fyrir samþykkt verzlunartímans í bæjarstjórninni, en hér skal að lokum þakkað forsvarsmönnum málsins á þeim vettvangi, þeim Hallgrími Benediktssvni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, sem báðir fluttu málstað verzlunarmanna af ráðum og dáð. Atkvæðagreiðslan fór þannig, að með voru: Hall- grímur Benediktsson, Sigfús Sigurhjartarson, Guð- mundur Ásbjörnsson, Gunnar Thoroddsen, Jón A. Pétursson, Friðrik Ólafsson, Sveinbjörn Hannesson, Hannes Stephensen og Björn Bjarnason. Móti: Guðrún Jónasson, Gísli Halldórsson, Helgi Sæmundsson og Jónas Haralz. Auður Auðuns sat hjá. Pálmi Hannes- son var ekki á fundi. Samþykkt með 9 atkv. : 4 atkv. • ÞARNA KEMUR LAUSNIN! Sendum heildsala, smásala, búðarlokur og skrifstofublesa til sjós og lát- um J>á draga fagran fisk úr sjó! Þetta vill einn þingmannanna láta gera og hefur borið fram frumvarp á Alþingi, sem hnígur að því að- löggilda fáeina menn til að hafa með höndum inn- 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.