Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 37
SMÁSAGA um gamlan skrifstofuskrögg: „Ráðvendnin borgar sig bezt" Eftir William J. Elliott. „Þetta verður í síðasta sinn, sem ég stíg fæti inn í þessa skrifstofu“, muldraði Dobbs gamli og skimaði kringum sig í mannlausum herbergjunum, þar sem rit- vélarnar stóðu þegjandalegar eftir erfiði dagsins. Næturkyrrðin ríkti ein. „í síðasta og — eftirtekju- mesta skiptið“. Davy Dobbs var búinn að vinna hjá Smyth & Co. um 45 ára skeið. Þegar hann kom þangað, var hann ungur og áhugasamur, og með árunum hafði hann liækkað í sessi innan fyrirtækisins. En árin höfðu líka sett á hann ýmis afturfararmerki, og meðal þeirra var einna mest áberandi, hve liann var oft utan við sig og hjárænulegur. Þessi tilhneiging hans var tíðum aðhlátursefni samstarfsmanna hans, og sögurnar um þetta gengu fjöllunum hærra. T. d. hafði Dobbs einu sinni villzt á Smyth forstjóra og sendisveininum og skipað honum að fara út í búð eftir pakka af reyktóbaki. Forstjórinn hafði bara brosað góðlátlega og síðan beðið sendisveininn að ná í tóbakið — og Dobbs gamli hafði aldrei hugmynd um skissu sína. En þrátt fyrir þennan galla Dobbs, var hann mikils- metinn í stöðu sinni og öllum þótti vænt um hann. Hann var ráðvendnin og samvizkusemin sjálf fram í fingurgóma, svo að stappaði nærri ofstæki. „Ráð- vendnin borgar sig bezt“, var hann vanur að prédika fyrir öllum skrifstofumönnum og sendlum, sem hann hafði yfir að ráða. Sjálfur liafði hann aldrei hvikað frá þessarri lífs- reglu heldur trúað á hana eins og æðri máttarvöld — þar til fyrir þremur árum, er hann byrjaði að leggja ráðin á um þennan verknað, sem hann nú var í þann veginn að framkvæma. Hann hugsaði sem svo, að nú hefði hann stritað nógu lengi fyrir smánarlaun og ætti þvi skilið að eiga náðuga daga, það sem eftir var ævinnar — á fyrirtækisins kostnað. Hann var búinn að þaulhugsa ráðagerð sína. Fyrir viku síðan lét hann af störfum hjá Smyth & Co. fyrir fullt og allt, fékk gullúr að heiðursgjöf fyrir langa og dygga þjónustu, og nú var hann tekinn að lifa á reitunum og hafði fyrirhugað að ferðast til útlanda sér til heilsubótar. Hann var laus úr prísundinni, und- an hinu lýjandi ábyrgðaroki, hafði afhent öll sín gögn í hendur húsbænda sinna, þar á meðal lyklana að skrifstofunni og peningaskápnum. Já, víst hafði hann afhent lyklana — en hann átti afsteypu af þeim báðum! Og nú í kvöld hafði hann laumast til skrifstofunnar og opnað sér leið þangað með þessum leynilegu lykl- um sínum. Hann vissi að í peningaskápnum mundu vera rúmar þrjátíu þúsund krónur, sem nota átti til útborgunar daginn eftir. Nú stóð hann frammi fyrir peningaskápnum. Hann var rólegur og ákveðinn í að láta ekki athugunarleysi sitt koma sér í koll. Enn einu sinni athugaði hann gaumgæfilega allar aðstæður. Hann var hanzkaklæddur á báðum höndum, svo að engin hætta var á að hann léti eftir sig fingra- för. Á fótunum bar hann stígvélaskó, sem hann hafði keypt notaða. Þeir voru tveimur stærðum of stórir, til þess að fótsporin — ef einhver sæust — gætu ekki komið upp um hann. Nú var ekki annað eftir en opna peningaskápinn, taka peningana, stinga þeim í skjala- töskuna, loka síðan skápnum aftur og hverfa óséður í burtu, eins og hann kom. Engum lifandi manni myndi detta í hug að gruna liann um að hafa framið þjófnaðinn — hann, sem hafði alla tíð reynzt heiðar- legri en nokkur annar, já, beinlínis samvizkusemin íklædd holdi og blóði. Hann lét til skarar skríða, stakk afsteypta lyklin- um hljóðlaust í skápsskrána og opnaði hurðina með varfærni. Þarna lágu peningarnir. Þeir voru geymdir á nákvæmlega sama stað og hann sjálfur var vanur að skilja við þá — bak við stafla af gömlum verð- listum, innst inni í skápshólfinu. Hann tók verð- listana út. Svo teygði hann sig inn eftir seðlabúntunum. Allt í einu heyrði hann eitthvert þrusk rétt utan við skrifstofudyrnar. Hann hrökk við og dró að sér hend- ina. Gat verið að þetta þaulhugsaða áform hans færi nú út um þúfur á sjálfri úrslitastundinni, vegna ein- hverrar ófyrirsjáanlegrar tilviljunar? Dobbs gamli fann að hendur hans skulfu. Hann tók í sig kjark. Nú var um að gera að vera snar í snúningum. Það var næsta hart að hugsa sér að liann yrði á síðustu stundu að hlaupa frá þessum réttmæta ágóðahluta sínum, eftir allt umstangið, sem hann hafði á sig lagt. Það tók hann aðeins augnabliksstund að setja verð- listana aftur á sinn stað í skápnum og stinga seðla- búntunum ofan í töskuna. FRJÁLS VERZLUN 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.