Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 18
 Frá Tékkóslóvakíu Um þessar mundir er staddur hér i Reykja- vik ungur maður frá borginni Zlin í Tékkósló- vakiu, sem er ein stœrsta iðnaðar- og verzlunar- borg landsins og reist i nýtizku stíl að mestu leyti. Tékkinn, sem heitir Miroslav R. Mikulcak, er hér i verzlunarerindum og mun fara héðan til Ameríku i sama skyni. Faðir hans hefur rekið skóverksmiðju i Zlin um margra ára skeið og cr nú að fela.sonum sinum viðskiptastjórn fyrir- tcckisins. „Frjáls Verzlun“ hefur innt hr. Mikul- cak eftir einu og öðru frá heimalandi hans, bceði fyrr og siðar, því að fcestir íslendinga kunna veruleg skil á landi hans og þjóð. — Getið þér skýrt okkur frá meginatriðum tékkneskrar sögu i stuttu ágripi? í stuttu máli sagt einkennist saga okkar a£ síendurteknum styrjöldum milli Tékka og Þjóð- verja. Fyrstu áreiðanlegar heimildir um Bæheim eru fá 7. öld, þegar franskur kaupmaður, Samo að nafni, sameinaði alla slavneska ættflokka í Bæheimi undir sína stjórn. Hann réðist til atlögu gegn tyrkneska þjóðflokknum Avars, sem öðru hvoru gerði árásir á Mið-Evrópu til ránsfanga, og gjörsigraði þá. Þannig var stofnað fyrsta her- togadæmið í Bæheimi, sem hélzt við líði fram á 12. öld, þó ekki óslitið. Merkasti atburður þessa tímabils var kristni- taka þjóðarinnar. Forvígismenn hennar voru Cyril og Method, hálærðir menn, sem töluðu gamal-búlgarskt mál (mjög líkt gamal-tékknesku), og sömdu sérstakt stafróf fyrir það. Á öndverðri 10. öld kom til valda í landinu Vencel hertogi, sem varð fyrstur til að reyna vin- samleg viðskipti við Þjóðverja. Hann er einn af kunnustu þjóðhetjum okkar. Árið 929 hlaut svo Vencel bana af bróður sínum, Bretislav, sem var metorðagjarn og uppivöðslusamur. Frá þessum tíma varðveitast enn nokkrar nienj- 18 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.