Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 12
þess. Hann hefur í huga að ákafi og framgirni
verða því aðeins til velgengni, að haft sé gott
vald á slíkum tilfinningum, svo að framkoma
hans mótist af virðuleik og lipurð. Hann gætir
þess vel að tala ekki um óþörf málefni við sam-
starfsfólk sitt í viðurvist viðskiptamannanna. Það
er líka í meiri máta óverzlunarlegt að ræða
um óviðkomandi fólk við viðskiptavinina. Sama
máli gegnir um gagnrýni á öðrum verzlunum.
Hnjóðsyrði í annarra garð er siðleysi, sem hefur
einungis ill áhrif á áheyrandann. Hangs og orð-
agaspur í vinnutímanum hefur síður en svo bæt-
andi áhrif á skapgerðina.
Af þessu, sem hér var sagt, er séð að verzlunar-
fólk ætti að temja sér viðskiptalegt viðmót að
staðaldri. Vera kann að nýliðum í verzlunarstétt
þyki það nokkrum vanda bundið í fyrstu, 'en
þeir mega umfram allt ekki hlaupa yfir Jretta
atriði. Hinsvegar er hægt að fara yfir meðal-
hófið í þessu sem öðru, og skal varað við J:>ví.
Fálæti og einstrengingsháttur á ekkert skylt við
hina réttu verzlunarframkomu. Virðuleiki, lijo-
urð og glaðlyndi er affarasælast.
Sjálfsagi.
Eins og að framan er sagt, verður verzlunar-
maðurinn að vera búinn mörgum góðum liæfi-
leikuin, ef hann á að geta áunnið sér orðstý fyrir
starf sitt. Til þess að honum nýtist þessir hæfi-
leikar, þarf hann aftur á móti að þjálfa vilja sinn
með sjálfsaga. Rólyndi og hógværð gagnvart
hrokafullum viðskiptamönum, sem álíta sig hátt
hafna yfir afgreiðslufólkið, ber vott um sjálfs-
tamningu. Vitanlega má aldrei leiðast út í þras
eða rifrildi við viðskiptamenn, hversu svo sem
tilfinningar afgreiðslumansins eru. Einnig verð-
ur að forðast að skaprauna þeim með kæru-
leysislegum tiltektum, t. d. með því að pjakka
með blýantinum í borðið eða stara hugsunar-
laust eitthvað út í buskann.
Gott minni.
Viðskiptamönnum fellur vel að eftir þeim sé
munað. Áhugasamur verzlunarmaður gætir þessa
atriðis og kappkostar að muna nöfn og útlit við-
skiptamannanna, svo og að hafa þá í huga, þegar
verzlunin fær einhverja jrá vöru, sem Jreir sækj-
ast eftir.
Ágætt er að afgreiðslufólk haldi einfalda
spjaldskrá eða minnisbók um óskir og þarfir við-
skiptavinanna (sbr. mynd). Er þá jafnframt gott
að skrifa þar niður ýmsar frístundaiðkanir
Jreirra, svo að hægt sé að hafa hliðsjón af því,
þegar nýjar vörur berast.
Ég man sérstaklega eftir einu tilfelli, Jrar sem
gott minni og niðurritaðar upplýsingar höfðu
stórmikið gildi fyrir viðskipti fyrirtækisins. Af-
greiðslumaður í listmunadeild góðkunns vöru-
húss laðaði að sér mikinn fjölda viðskiptamanna,
sem áhuga höfðu fyrir listmunum. Hann gerði
sér far um að kynna sér listasmekk þeirra og
A/grci'Sslulólk œtti a'S halda svona spjaldskrá.
komst ótrúlega langt í Jdví efni. í hvert skipti, er
nýjir listmunir komu í verzlunina, hringdi hann
til þeirra skiptavina sinna, sem hann taldi að
hefðu áhuga fyrir jDeirri og þeirri listgrein eða
listastíl. Þessi afgreiðslumaður gleymdi heldur
ekki, hvaða muni hann hafði áður selt hverjum
og einum, og Jrví gat liann dæmt uin, hvort nýjir
munir væru í listrænu samræmi við hina fyrri.
Slíkur verzlunarmaður er dýrmætur starfskraftur
hjá hverju fyrirtæki.
Samvinnulipurð.
Samvinnulipur afgreiðslumaður kemur sér vel
við samstarfsfólk sitt og viðskiptamenn. Hann
sannar hæfni sína með því að gera sitt ýtrasta
til að verzlunarreksturinn fari vel úr hendi og
fari vaxandi.
Afgreiðslumaður getur sýnt samvinnulipurð
sína með því að koma fram með tillögur til
endurbóta á rekstri, starfsaðferðum eða húsa-
kynnum verzlunarinnar. Flestir verzlunareigend-
ur eru þakklátir fyrir góðar uppástungur, og
sumstaðar tíðkast að veitt séu verðlaun fyrir
gagnlegar hugmyndir, sem notfærðar eru.
12
FRJÁLS VERZLUN