Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 20
neskur her, sem barðist fyrir frelsi ættjarðarinn- ar. S.vo rís upp dagurinn mikli, 28. október 1918, þegar lýst er yfir lýðveldi í Tékkóslóvakíu. Mesti ábyrgðar- og framkvæmdaþunginn við stofnun liins nýja ríkis hvíldi á herðum dr. T. G. Masa- ryk og lærisveins hans, dr. Edvard Benes. Varð dr. Masaryk fyrsti forseti lýðveldisins en dr. Benes forsætisráðherra. Allt frá því fyrsta hefur stjórnarstefna tékkneska lýðveldisins mótast af látlausri viðleitni við að tryggja þegnum sínum réttindi frjálsborinna manna, og er það í anda Jóhanns Húss. — Hvernig er svo stjórnmálaástandið nú í dag? — Fyrir seinni heimsstyrjöldina var eitt helzta vandamál tékknesku ríkisstjórnarinnar að leysa á viðunandi hátt ágreiningsefni hinna erlendu þjóðbrota í landinu. Vegna ósanngjarnra krafna þýzka og ungverska minnihlutans, reyndist ó- gerningur að komast að samkomulagi þá, en nú eftir styrjöldina hefur verið farið með þessi mál samkvæmt ákvæðum Potsdam-samþykktarinnar, og einkennist stefna ríkisstjórnarinnar af vin- fengi við allar friðelskandi þjóðir. í síðustu jringkosningum, sem fram fóru á s. 1. ári, unnu sósíalistisku flokkarnir sigur, og náðu kommúnistar meirihlutaaðstöðu innan þingsins. En allir flokkarnir taka þátt í stjórn landsins. Sem stendur virðist þess misskilnings gæta víð- asthvar í umheiminum, að Tékkóslóvakía sé und- ir víðtækum áhrifum frá Sovét-Rússlandi, ekki sízt að því er snertir þjóðnýtingu margra tékk- neskra stórverksmiðja. Sannleikurinn er sá, að Tékkóslóvakía gerir enga tilraun til að velja milli vesturs og austurs heldur miðar að góðri og vinsamlegri sambúð við báða þessa heima. — Hvað getið þér jrætt okkur um þjóðina, menntun hennar, tungumál, trúarbrögð o. s. frv.? — Tékkneska ríkinu lúta Bæheimur, Mæri og Slézía annars vegar, sem voru hertogadæmi á gömlu keisaratímunum, og hinsvegar Slóvakía, sem var eitt af lénsfylkjum Ungverjalands. Tungumál þjóðarinnar eru tékkneska, sem grein- ist í margar mállýzkur, og slóvenska, sem skiptist einnig í nokkur afbrigði. Bæði aðalmálin eru afar keimlík, svo að Slóvakar eiga hægt með að skilja tékknesku og gagnkvæmt. íbúatalan er samtals um 13i/4 milljón, þar af A'Óaltorgið í Prag. Fyrir rni'öri myndinni sést raöhásiö, en þaö hrundi í lojtárásum bandamanna á borgina. nálægt 714 milljón í Bæheimi, Mæri og Slézíu og mismunurinn Slóvakar. Erlend þjóðabrot fyrir- finnast nú ekki lengur. Meirihluti íbúanna játar kaþólska trú, en um 30% þeirra eru mótmæl- endatrúar, þ. e. fylgjendur kenninga Húss. Skólalöggjöf landsins er meðal hinna full- komnustu í Evrópu. Hvert barn er skólaskylt á aldrinum 6—14 ára, og rnikill meirihluti þeirra aflar sér framhaldsmenntunar. í Tékkóslóvakíu eru nú 7 háskólaborgir, þar sem lögð er stund á allar greinar æðri vísinda. Af nemendum undir- búningsskólanna fara 80% í menntaskóla og 20% í allskonar lýðskóla, en 40% útskrifaðra menntaskólanemenda leggja stund á háskólanám. Mikil rækt er lögð við tungumálakennslu, því að þjóðin er sér vel meðvitandi um smæð sína. — Hvað um bókmenntirnar? — Það er mjög erfitt að gera stutta grein fyrir tékkneskum bókmenntum, þar sem þjóðin hefur átt margt ágætra skálda og rithöfunda. Stærstu nöfnin úr þeim hópi, frá því fyrsta og fram á þennan dag, eru: Jiri Wolker, S. Machar, Karel og Josef Capek, Viktor Dyk, Hilar, Otokar Brezina, Antonin Sova, V. Vancura, Drda, Josef Vachek og Karel Thiele. Elinn síðastnefndi, sem er frægur nútímahöfundur, var í þýzkum fanga- búðum á styrj aldarárunum. Verk þessarra höf- unda bera einkenni hinna ólíkustu bókmennta- stefna, sem sumar hverjar voru grundvallaðar af tékkneskum skáldum, t. d. Vitezslav Nezval. Öll þekktustu skáldverk heimsins á síðari ár- um hafa verið þýdd á tékknesku. Meðal kunn- ustu og víðlesnustu erlendra rithöfunda í Tékk- óslóvakíu eru um þessar mundir: Louis Brom- field, Pearl Buck, Upton Sinclair, H. G. Wells, 20 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.