Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 30
Ingimundur Jónsson, kaupmaður í Keflavík, varð sextugur 3. febr. s. 1. Ingimundur stundaði nám í Flensborg og Hvanneyrarskóla og þar lauk hann búfræðiprófi árið 1910. Eftir það vann Jiann um liríð við land- mælingar á vegunt Búnaðaríelags Islands og fékkst jafnframt við barnakennslu, en skömmu síðar fór liann til Danmerkur og kynnti sér fram- kvæmdir tilraunastöðvar danska Iieiðafélagsins. Er Jreim kom kvæntist han Sigríði Þórðardóttur frá Hala á Rangárvöllum, og hófu þau {tar bú- skap árið 1914. Hann var athafnasamur bóndi og forustumaður um margar endurbætur í bú- rekstri. Innti hann og af höndum fjölmörg störf fyrir sveit sína og sýslu. Eftir næsturn 20 ára búskap brá Ingimundur Ijúí og flutti til Keflavíkur, þar sem hann stofn- setti ver7.1un, er hann hefur rekið síðan. Ingimundur Jónsson á að baki sér merkan og giftusaman starfsferil, enda liafa honum lrlotnast eindregnar vinsældir allra kunnugra. Hann er gæddur mörgum þeim hæfileikum, sem beztir eru í fari manna og sóma sér jafnt í bænda- og verzlunarstétt, svo ólík sem verkefni þessarra stétta annars eru. Fimmtugsafmœli. Kristjdn L. Gestsson, verzlunarstjóri hjá Heild- verzlun Haraldar Árnasonar, varð fimmtugur-4. jan. s. J. Næstum hver einasti Reykvíkingur þekkir Kristján Gestsson í reynd eða afspurn, því að Jtann hefur allt frá æskuárum verið í hópi kunn- ustu verzlunar- og íþróttamanna bæjarins, og eru ótalin öll þau trúnaðarstörf, sem hann ltefur innt af hendi í þágu íþróttamálanna. Kristján er áhugasamur maður með afbrigð- um, ótrauður að liverju verki, sem gera skal, mikið lipurmenni, gJaðlyndur og háttprúður, m. ö. o. gæddur flestum eiginleikum góðs verzlunar- manns og vinsæls íþróttaleiðtoga. „Frjáls Verzlun“ biður honum allra heilla. „Hinar vinnandi stéttir" Framh. af bls. 8. í sósíalistisku ríki. Meirihlutinn getur ákveðið að setja sósíalistiskt skipulag á stofn, en um leið er vald meirililutans raunverulega úr sögunni. Því hið skipuleggjandi vald hlýtur að lenda í liöndum tiltölulega fárra ráðamanna eða stjórn- málamanna, sem verða óhjákvæmilega að yfir- stétt, er endurnýjar sig að eigin vild. Stjórn- málamennirnir og skrifstofuvaldið taka þá hönd- um saman, en lýðurinn verður að hlýða. Ekki væri möguleiki til að steypa slíkri valdaklíku af stóli, því hún rnundi ráða yfir nægu vopna- valdi, til að berja hverja uppreist niður. Þá stend- ur verkalýðurinn gagnvart valdi ríkisins, sem ómögulegt er að brjóta á bak aftur, í stað þess að áður átti hann í höggi við fáa vinnuveit- endur, sem unnt var að þvinga. Hugsjóna-sósíalistana, sem voru uppi fyrir ekki löngum tíma, dreymdi um frjáls verka- mannasamtök, sem kæmu í stað núverandi rík- isvalds. En þeim varð órótt við tilhugsunina um þann ríkissósíalisma, sem hlaut að leiða af þjóð- nýtingu. En slíkt ríkisbákn er auðvitað ekkert hræðilegt fyrir þá, sem helzt vilja vera við ró- leg störf innan fjögra veggja og drottna þar í nafni sósíalismans og almennings, en ótrúlegt er að slíkt skrifstofuvald gangi í augu þeirra, sem vinna. Einar Asmundsson. 30 FltJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.