Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1947, Blaðsíða 39
eitt í grenndinni, æddi hann beint í fangið á tveimur borðalögðum, sem komu hlaupandi að. Hann lirein eins og helsært dýr, um leið og þeir köstuðu sér yfir hann, og hann brauzt um á hæl og hnakka, sem óður væri. Hann sparkaði, sló og beit, allt hvað af tók, en ekkert dugði. Hann var fljótt yfirbugaður og að svo húnu fluttur til lögreglustöðv- arinnar. Þegar lögreglumennirnir hrintu honum á undan sér inn í lögreglustöðina og lokuðu hann inni í litlu rimla- búri í miðjum salnum, fannst honum hjartað í sér mundi bresta þá og þegar af óstyrk — og skömm. Hvílíkt afglapaverk! Eftir litla stund mundu þeir opna skjalatöskuna hans og þá •—-! 011 hans mörgu erfiðisár til einskis lifuð — og verra en það. Fyrir honum átti nú að liggja að enda ævi sína í fangaklefa, því að hann var viss um að hann gæti ekki lifað stund- inni lengur í fangelsi. Það reið oftast öldruðum mönn- um að fullu. Hve satt var ekki, það, sem hann hafði jafnan sagt og lengstum trúað á: „Ráðvendnin borgar sig bezt!“ En hann sjálfur siðapostulinn hafði villt sér sýn og framið mikið ódæði. Nú var of seint að iðrast. Framið verk er aldrei ódrýgt. „Látum okkur nú sjá, hvað þessi taska hans hefur að geyma“, sagði varðstjórinn. Dobbs kreisti járnrimlana, svo að hnúarnir hvítn- uðu, og starði felmtsfullur á varðstjórann, sem opn- aði nú skjalatöskuna og dró upp úr henni tvö búnt af — gömlum verðlistum! Hann heyrði lögregluþjónana ræða sem þrumu- lostna um þetta einkennilega innihald töskunnar. „Það er að minnsta kosti hægt að kæra hann fyrir mótþróa við lögregluna og líkamlega árás á okkur“, sagði einn þeirra. „Þið sjáið hvernig þessi gamli skröggur hefur leikið mig“, hélt hann áfram og benti á skurfur, sem hann hafði hlotið í andlitið. „Það væri nú ekki annað eftir!“ andmælti varð- stjórinn með þykkju. „Við yrðum stimplaðir sem aula- bárðar í blöðunum. Það getur liver heilvita maður séð að þetta er sómakarl en ekki afbrotamaður. Nei, það er ekki vert að bæta gráu ofan á svart, með því að gera fleiri axarsköft. Við yrðum einungis til athlægis“. „Já, en hvers vegna var hann þá svona ólmur að komast undan okkur?“ „Hvers vegna?“ Varðstjórinn var ekkert blíður í máli. „Ég býst við að flestir vilji hliðra sér hjá því að horfa framan í sh'ka ásjónu sem þína, ekki er hún svo aðlaðandi. Heyrið mig annars, mér sýnist hann vera svo niðurdreginn. Gefið þið honum koní- akstár til hressing&r“. Dobbs gamla var hleypt út úr rimlabúrinu, og svo var honum fengið hálffullt glas af koníaki. Hann lyfti því hátíðlega móti lögreglumönnunum. „Herrar mínir“, sagði hann. „Eg skála fyrir heiðar- leik og ráðvendni, sem borga sig alltaf bezt. Allt gengur að óskum, ef maður er heiðarlegur og — dá- lítið viðutan!“ Þeir skildu ekki við hvað hann átti með síðustu orðunum, en það skildi Dobbs gamli sjálfur allra manna bezt. „LUCKY OR UNLUCKY". Á naastunni mun eftirlitsnefnd bandaríska iðnaðar- ins að öllum líkindum gefa út sérstæða tilskipun, sem í-eykingamenn hafa kannske gaman af að heyra um. í tilskipuninni verður lagt bann við sumum auglýsinga- aðferðum sígarettuframleiðenda, einkum varðandi notkun allskonar kjánalegra og villandi slagorða, sem ckkert liafa sér til gildis. Eftirlitsnefndin hefur sem sé að undanförnu látið rannsaka auglýsingahvatir sígarettuiðnaðarins og komizt að raun um að þær séu ansi bágbornar. „Lucky Strike“ fær ekki minnstu ádrepuna. Nefndin er ekkert yfir sig hrifin af þessu alkunna slagorði verk- smiðj unnar: „Among men who know tobacco best, it’s Luckies two lo one", eða „Sworn records prove that expert tohacco byers smoke Luckies exclusively“. Sam- kvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar fer því fjarri að tveir af hverjum þremur reykingamönnum taki Lucky Strike fram yfir aðrar tegundir. Afar mörgum er alveg sama, hvaða tegund þeir reykja, og stór hluti reykir eingöngu pípu eða vindla. Nefndin athugaði líka, hvað fælist í orðunum: „It’s toasted“, sem prentuð eru á Iivern Luckypakka, og komst að því, að þetta þýðir aðeins að tóbakið er þurrkað á nákvæmlega sama hátt og annað sígarettu- tóbak og síðan lýst í gegn með útfjólubláum geislum. Nefndin segir að þessi geislaaðferð sé helbert „hókus- pókus“, sem liafi alls engin áhrif á tóbakið til né frá. Sömuleiðis reyndust engin rök fyrir þeirri státnislegu fullyrðingu Lucky-verksmiðjunnar, að hún kaupi dýr- ara og vandaðra tóbak til framleiðslu sinnar en aðrar sígarettuverksmið j ur. 1 stuttu máli sagt heldur eftirlitsnefndin því fram, að allar algengar tegundir af sígarettum séu fram- leiddar úr samskonar tóbaki, sem blandað er í næstum sama hlutfalli, og tóbakið sé að öllu leyti meðhöndlað á mjög líkan hátt. e Sigurður kaupmaður kom til kunningjanna allmjög ölvaður. Fyrst slúðrar hann við þá um ýmsa hluti, en svo fer hann að lokum að brýna fyrir þeim bind- indissemi og segir: „Mikil bölvuð vitleysa er það annars að vera að drekka. Maður gerir skandala, eyðir peningum og það, sem verst er, maður forsómar það, sem maður á að gera. Ég segi fyrir mig, að aldrei snuða ég, þegar ég er drukkinn“. — „ISLENZK FYNDNI“. FRJÁLS VERZLUN 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.