Frjáls verslun - 01.02.1947, Side 8
ýmsum breytingum, svo sem styttum vinnudegi,
auknum leyfum og alls konar tryggingum.
Þessari stefnu héldu sósíalistiskir flokkar lengi
en þögðu um áform sín. Verkalýðsflokkarnir í
Evrópu urðu því víðast hvar ekkert annað en
mismunandi róttækir lýðræðisflokkar og hafa
óneitanlega komið ýmsu til leiðar, sem betra
er en ekki, enda fengið góða aðstöðu til slíks,
einkum á Norðurlöndum. En á síðari áratugum
ltafa einnig aðrir flokkar stutt ýmsar greinar
hinnar svonefndu sósíal-löggjafar, og eru verka-
lýðsflokkarnir því ekki lengur einir um hituna,
eins og var í byrjun.
Einnig er að því að gá, að „hinar vinnandi
stéttir" ltafa víða náð svo góðum lífskjörum, a.
m. k. nokkur hluti þeirra, að slíkir menn kæra
sig nú rninna um þann jöfnuð meðal stéttanna,
sem er markmið hinnar sósíalistisku stefnu. Það
er ekki liægt að komast hjá að afla fjár til alls
konar umbóta, með því að skattleggja þá eina,
sem taldir eru „ríkari“. Gagnvart hinum auð-
ugu er boginn þegar spenntur svo hátt, að hon-
um heldur við að bresta, en fyrir fáum áratug-
um var talið nóg að beina skattþunganum á þá
„ríku“. Nú er ekki lengur um að ræða að veita
fé frá öðrum stéttum til verkalýðsins heldur
einnig að jafna innan verkalýðsins á milli þeirra,
sem meira fá, og hinna, sem lakar eru settir.
Sú klípa, sem hinir sósíalistisku leiðtogar hafa
þannig lent í, og ýmsar aðrar ástæður hafa
þvingað þá til þess að taka nú upp aftur hin
gömlu fræði um þjóðnýtinguna, til þess að forða
klofningi meðal verkalýðssamtakanna. Ekki ber
á því að verkamenn séu sjálfir hlynntir þjóðnýt-
ingu heldur þvert á móti. Reynzlan sýnir að
hinir róttækari stjórnmálamenn verkalýðsflokk-
anna eru flestir úr röðum skólagenginna rnanna,
sem trúa blint á hið marxistiska kerfi, en verka-
mennirnir sjálfir eru hægfara. Alls staðar á Norð-
urlöndum er reynzlan sú, að hinir „skólagengnu"
skipa sér yzt til vinstri, en verkamennirnir og
félög þeirra eru andvíg þjóðnýtingu. Margir
verkamenn skilja ekki upp né niður í kenning-
um þeirra „lærðu“ og hinum hagfræðilegu skýja-
borgum sósíalismans og ofbýður ltvílíkt bákn
hið opinbera yrði, ef það drægi alla tauma úr
höndum einstakra vinnuveitenda. En til eru
auðvitað verkamenn, sem aðhyllast þjóðnýtingu
allrar framleiðslu.
Það er freisting að telja, fljótt á litið, að sósí-
alismi mundi leiða til jafnra lífskjara eða jafn-
ari skiptingar á þessa heims gæðum rneðal mann-
anna. Um áratugi hefur verið hamrað á því, að
meiri jöfnuður, jafnari skipting milli stéttanna
mundi leysa allan vanda, og því hefur verið
haldið fram, að sú bót, sem hefur orðið á lífs-
kjörum verkalýðsins, hafi fengist með því að
taka frá öðrum. En líklegt er að fæstir trúi þessu
lengur í alvöru, því allir, sem liafa opin augun
fyrir þeirri þróun, sem orðið hefur á seinni tím-
um, hljóta að sjá að bætt lífskjör verkalýðsins
stafa fyrst og fremst af því, að þjóðartekjurnar
hafa stóraukizt. Og liitt er líka að verða fleirum
og fleirum ljóst, að jöfnuður tekna mundi ekki
leiða af sér betri lífskjör, verkamönnum til
handa, svo nokkru næini, en að allt er undir
því komið að framleiðslan gæti aukizt sem mest.
Lífskjörin jiarf að bæta með því að stækka kök-
una en ekki með því að skipta henni í jafna
og smáa hluta.
Ekki er trúlegt að verkamenn ahnennt liafi
trú á að þjóðnýting muni auka framleiðsluna,
eins og þeir „lærðu sósíalistar" lialda. Enda
hefur það sýnt sig, að verkamenn eru, eins og
áður er sagt, ragir við þjóðnýtingu. En reynt
er að styðja þjóðnýtingarkenninguna með því
að upp skuli renna eins konar „hagrænt lýð-
ræði“. Eins og nú er, ákveða aðeins tiltölulega
fáir menn yfir framleiðslunni, en í sósíalistisku
þjóðfélagi ætt.11 allir að hafa hönd í bagga, og
yrði þá til svipað lýðræði, hvað framleiðslunni
viðvíkur, eins og er í stjórnmálunum. Þeir, sem
slíku halda fram, sverja og sárt 'við leggja að
þótt slíkt „hagrænt lýðræði" kæmist á, mundi
verkalýðurinn ekki tapa neinu af sínu fyrra
frelsi, svo sem pólitísku frelsi og verkfallsrétti.
Út frá því er gengið, að sósíalisminn veiti verka-
mönnum valdið, eða meiri hluta þeirra, og sé
það a. m. k. nóg til að tryggja þau réttindi, sem
meiri hlutinn telur einhvers virði.
En hér er tvennu til að svara. í fyrra lagi
er glöggt, að hið sósíalistiska þjóðfélagsform hef-
ur ekki rúm fyrir ýms þau réttindi, sem dýrmæt
eru talin í dag. Það samrýmist ekki, að skipu-
leggja framleiðsluna undir umsjá ríkisins en
leyfa um leið ótakmarkaða gagnrýni á skipulagið
í blöðum eða töluðu máli. Ekki væri heldur
unnt að leyfa vinnustöðvanir, sem gætu orðið
til að setja allt skipulagið úr skorðum.
I öðru lagi verður það ekki meirihlutinn,
eins og við skiljum það orð, sem verður ráðandi
Framh. bls. 30.
8
FRJÁLS verzlun